Það eru mörg ár síðan að ég taldist til þess að vera góður teiknari. Ég hef ekki reynt það fyrir í mörg ár. Það er bara eins og það er. En nú er það þannig að mig langar að halda smá keppni og já það verða verðlaun í boði.

Verkefnið lýsir sér þannig að teikna þarf mynd. stærð skiptir ekki beint máli. En myndin þarf að vera sett upp sem lógó. Þ.e.a.s. #x#, kössótt, hringlótt. Ekki beint. Smá artistic væri awesome.

Viðfangsefnið eða þemað er úlfur. Við erum að ræða úlfshöfuð og það eina sem skiptir í raun máli er að myndin sé ógnvekjandi. Við erum að ræða psycho augnaráð og það þarf greinilega að skiljast að þetta er úlfshöfuð. Eða svona allavega nógu vel. Æskilegt litaval. 4, mesta lagi. Þetta á ekki að vera litrík mynd. En gott væri að nota aðeins svartan, hvítan, rauðan. Ef eitthvað lítur betur út með því að bæta við lit. Þá má skoða það.

Ég hugsa að það verði svona tveggja mánuða skilafrestur fyrir þetta. 1 mánuður að minnsta kosti. 3-4 mesta lagi. Ef fáir sýna þessu áhuga.

Hvað ég hafði reiknað með til verðlauna... Hvað eigum við að segja.. 10 þús kall? Meina þetta er frekar simple.

 

Bestu kveðjur.
Chill