Ég fann í dag verkefni sem heitir Sketchbook Project, en það felst í því að þú færð senda heim litla skissubók sem þú átt að fylla út og senda aftur til ákveðinna aðila, svo fer hún á milli safna og þú getur fylgst með bókinni þinni, á hvaða stað hún er og hversu margir hafa skoðað hana!

Svona í grófum dráttum!
Ég pantaði mína í dag og valdi þemað “nightmares” og lét fylgja með að ég vildi digital útgáfu líka, þá birta þeir þetta á síðu skannað inn (held ég).

Mér finnst þetta ótrúlega spennandi og langaði að deila þessu með ykkur, en það þarf að skrá sig fyrir 15. nóvember (!!!) og senda hana tilbaka fyrir 15. janúar, sem ætti ekki að vera mikið mál þar sem bókin er pocket size og ekki þykk held ég + fyrir þá sem hafa svona langt og gott jólafrí eins og ég til þess að dunda sér.

Látið mig vita ef þið eruð að taka þátt/hafið áhuga :D.
ég borgaði 48$ fyrir bókina + shipping, sem er rúmlega 5000 kr en svo er hægt að sleppa digital-dæminu og borga þá bara 28$ sem er náttúrlega ekki rassgat.


Bætt við 8. nóvember 2010 - 19:06
Auðvitað fylgir linkur með:
http://arthousecoop.com/projects/sketchbookproject?utm_source=eatsleepdraw&utm_medium=oversizedbanner&utm_campaign=eatsleepdraw

Ég er svooo spennt! :D
Praeterea censeo Carthaginem esse delendam.