Nú er þetta eitthvað sem ég er mjög oft að spekúlera í.

Hefur einhver verið að selja verkin sín og tekist það? Hvort sem það sé málað á striga, skúlptúr, prent eða annað.

Ef svo er, hvar og hvernig? Er einhver staður/gallerý eða annað þar sem ungir listamenn eins og við flest hér getum fengið að sýna og selja án þess að þurfa að vera með 5 háskólagráður og borga morðfjár til að sýna verkin?

Er yfirhöfuð einhver áhugi meðal íslendinga að kaupa listaverk?

Endilega komið með vitneskju og pælingar ykkar á þessu máli :)
kveðja Ameza