Mig langar aðeins að forvitnast, þið sem eruð að mála, eruð þið að nota einhverja sérstaka tækni við það? Þá meina ég eins og gera útlínur og annað fyrst aðeins með blýanti, eða byrja á bakgrunninum eða grunnið þið kannski fyrst með brúnum (akríl)?

Ég er að velta þessu fyrir mér vegna þess að þegar ég málaði hérna einu sinni þá lét ég alltaf tilfininguna ráða og var ekki að ákveða fyrirfram hvað ég gerði. Núna þá er ég hinsvegar að æfa mig í “alvarlegri” myndum með anatómíu, mynduppbyggingu, fjarvídd og dýpt og er að vandræðast með hvað sé best að gera fyrst os.frv.

Ég er bæði að nota olíu og akríl en er reyndar nýbyrjuð að nota akríl og er mest í því núna, en langar rosalega að klára sum olíuverkin mín. Ég er líka svolítið hrædd um, þar sem ég gerði t.d. eina mynd fyrir ca. 2 árum, hvort það sé alveg í lagi að halda áfram með hana núna? Koma nýju litirnir ekki allt öðruvísi út en það sem komið er, þarf ég kannski að fara ofaní alla litina aftur? (það er olíuverk btw)

Margt að spá… ;) vona að einhver geti svarað þessu!