Jæja, í dag fór ég í vinnuna (og er í vinnunni þegar ég skrifa þennan kork) og var að skissa. Í byrjun dagsins var ég ekki alveg með á nótunum og var löt við það að byrja að skissa, og í frekar lélegu skapi ef satt skal segja. En svo loksins reif ég upp skissubókina (sem ég þarf að klára alla fyrir 3. janúar, á yfir 60 blaðsíður eftir :( ) og byrja að teikna.

Og skapið batnaði. Þetta var eins og dópamínframleiðslan hefði tekið við sér upp úr þurru um leið og ég lagði niður fyrsta pennastrikið. Ég hef aldrei hugsað út í þetta fyrr en núna, og ég fann strax umtalsverða breytingu á sjálfri mér með hverri teikningu.

Þetta fannst mér svolítið merkilegt og ákvað því að spyrja hér:

Skissar þú til að láta þér líða betur? Líður þér almennt betur þegar þú teiknar? Er teikning eitthvað sem veitir þér ánægju og tilgang?

Verður gaman að sjá hver svörin yrðu, ef einhver :)