Já sæl, þar sem ég er amateur hef ég spurningu fyrir ykkur sem, eins og Ameza t.d., litið myndirnar ykkar í photoshop.

Hvernig farið þið að? Náiði myndinni réttri inn í tölvuna einfaldlega með skanna?

Hvaða tool notiði í skyggingar? Eruði einfaldlega að lita ofan í allt með “pencil” í photoshop þegar þið eruð að lita svona myndir og tja, vafalaust með ýmsum effectum þá líka sem ég kannast ekki við?

Skyggiði þá ekki pencilteikningarnar ykkar áður en þið setjið þær inn í tölvuna?

Er forvitin að vita hvernig þið gerið þetta, allt sem ég teikna eru bara blýantsteikningar á blaði og ég er ekki lengra komin en það svo ég var bara að velta fyrir mér hvort maður þyrfti líka að vera flinkur á músina til að takast þetta :)