Ég byrjaði fyrir stuttu að mála af einhverri alvöru eftir að hafa verið að mála af og á í nokkur ár. Er á leiðinni með nokkur nýleg verk á einhverskonar flóamarkað (eða hvað þetta kallast… fólk situr við borð og selur bæði gamalt og nýtt, drasl og svo föndur/list) og var að velta fyrir mér hvernig ég á að fara að því að verðleggja myndirnar mínar.

Eftir því hvað það tók mig langan tíma að mála myndina?
Eftir stærð (per fersentimetra)? Og hversu mikið legg ég þá á hvern fersentimetra?
Eftir því hvað mér sjálfum finnst að hún ætti að fara á (þ.e.a.s. hvað ég væri sjálfur til í að borga)?


Er ekki að leita eftir einhverju einu svari, heldur uppástungum og góðri umræðu um þetta mál.

Bætt við 5. febrúar 2009 - 15:24
ps. Myndabloggið mitt.