Ég þarf hjálp frá ykkur sem vitið um góða myndlistaskóla! Af því ég veit ekki um neinn hér á Íslandi að minnsta kosti.

Þetta er ekki fyrir sjálfa mig, það er manneskja frá Danmörku sem bað mig um hjálp. Hún vill víst hefja myndlistarnám á Íslandi og kallar það “kunsthøjskole”. Þessi manneskja er 21 árs.

Þar sem ég er google/leitarheft þá langaði mig til að fá hjálp hérna frá ykkur. Svo, einhverjar hugmyndir?