Þannig er mál með vexti að ég ákvað að mála málverk með olímálningu og gefa í afmæisgjöf. Við gerðum grunninn á fimmtudagskvöldið og bjóst ég við því að við gætum haldið áfram á föstudagsmorgninum, þeas málað ofan á grunninn án þess að allt myndi fara í fokk. Núna er sunnudagur og grunnurinn er ennþá talsvert blautur (frekar þykkt lag af málningu þar sem við höfum aldrei gert þetta áður) og við fórum að spá hvort að einhver hér viti hvað þetta taki tíma svo maður geti farið að gefa þessa gjöf??

Er kannski til einhver góð leið til að láta þetta þorna á no time. Ein hugmynd var sú að setja hárblásara á þetta, en þorðum því ekki þar sem við bjuggumst við að málningin myndi bara rústast við það…

Einhver ráð takk
Undirskriftin mín