Sæl,

Þótt að ég geri ýmislegt listrænt sjálfur er mér algjörlega frámunað að teikna vel. Nú stefni ég í það að bráðlega (13. september (nei það er ekki föstudagar! hjúkk)) á ég pantaðan tíma til að byrja á mjög dýru húðflúri. Fyrr í þeim mánuðim á ég að hafa samband við flúrarann og hann er tilbúinn að teikna fyrir mig.

Vandamálið er að þrátt fyrir að ég hafi grunnhugmyndina er ég með alveg óskaplega miklar nákvæmnisþarfir, og er þannig byggður að ég þarf góðan tíma til að hugsa um hlutina og liggja aðeins yfir þeim.

Því vill ég mögulega ráða einhvern fyrir sanngjarnt verð, einhvern góðan teiknara sem er einnig listrænn, til þess að setjast niður með mér einu sinni eða tvisvar nú í ágúst og vinna aðeins í þessu með mér. Þar sem ég er með frekar óvenjulegan stíl í huga væri ég alveg til í tækifærið til að þróa þetta framar… ég held ég ætti ekkert að vera að spara í þessum málum, vill frekar borga einhverjum núna og geta síðan bara sett “finishing touches” með tattúeraranum heldur en vera óánægður með það.

Smá upplýsingar um húðflúrið, bara rétt til að þið vitið um hvað er verið að ræða: Ég er núþegar með galdrarún (vegvísi - já, eins og björk, etc…) á hægri upphandlegg. Ég ætla að láta búa til í kringum hana í þrjár áttir (get útskýrt í mikilli nákvæmni ef einhver tekur þetta að sér, nenni því ekki núna. ;) ) - einn hluti flúrsins teygir anga sína frá því og hringsnýst í kringum handlegginn átt að olboga, annar verður upp á öxl og fram á brjóstkassa, hinn upp á öxl og aftur á bak.

Einnig tek ég fram að ég hef í huga frekar einfaldan og stílhreinan stíl, vill hafa þetta mikið í svörtum stílhreinum línum (svipaðan fíling og tribal húðflúr, nema, ekki tribal :P) með smá lituðu shading.

Ef einhver hefur mögulega áhuga, þá endilega hafið samband. Getum rætt þetta fyrst og síðan séð til, ég get útskýrt nánar fyrir ykkur hvað ég á við. Ef þið ákveðið að taka þetta að ykkur getum við hist heima hjá mér, eða í kaffihúsi eða hvernig sem er.

Endilega hafið samband,
Icarus N.
Wrought of Flame,