Já nú er mál með vexti að mig langar að lita eitthvað skemmtilegt í photoshop eða open canvas eða hvern andskotann sem mér dettur í hug.
Málið er það að ég virðist ekki geta komið einu einasta striki á blað án þess að það líti út eins og skjaldbaka hafi gert það. Og skjaldbökur hafa ekki putta. Held ég.
Allavegana, þá máttu alveg skella einhverjum myndum til þín ef þú hefur áhuga.

Ég get ekki sagt að þetta verði einhver meistaraverk þar sem þetta er aðallega æfing fyrir mig afþví að ég hef verið frekar löt við það, aðallega afþví að ég þoli ekki myndirnar sem ég geri fimm mínútum eftir að ég geri (Sem er frekar gott, sýnir að mér er að fara fram).
Og ég ábyrgist heldur ekki að ég klári afþví að ég á auðvelt með að missa áhugann á hlutunum og hætta. En ég held að ég klári ;)

Ég held að ég geti alveg tekið við nokkrum myndum ef að fólk hefur einhvern áhuga.

Og plíís vera með hérna fólk, áhugamálið er alveg að skrælna :/

Og svona til þess að skapa smá umræðu: Hvernig gengur með teiknikeppniinnleggið? Eða þá, afhverju í fjandanum tekur þú ekki þátt?!
Ég elskaig