Þú ert ekki að misskilja þetta (Nema ef ég er líka að misskilja þetta).
Já, þú mátt teikna launaseðilinn þinn ef þú vilt.
Mig langar samt að hafa einhver þrengri þemu heldur en þetta, þar sem hægt er virkilega að sjá hæfileika hvers og eins og útfærslur á einhverju ákveðnu þema.
Eins og ef að þemað er sokkur þá er hægt að teikna uppstillingu af sokkum, einhver annar teiknar manneskju með langar lappir í einum röndóttum sokk og einum doppóttum og rosa smart, annar teiknar strák með sokka á eyrunum, næsta manneskja teiknar svaka kósý arinn með jólasokkum og einhver enn annar teiknar sokkabíl eða fallhlíf úr sokkum.
Mér hefur fundist það oft vera þannig með svona teiknikeppnir og hópa á netinu að fólk er of hrætt að nota sínar eigin hugmynd og heldur að það megi þá bara gera eins og manneskja eitt og teikna sokk.
Þetta kemur þinni spurningu voða lítið við en mér er illa við að búa til nýja korka :P