Tutorial

Þessa viku hef ég verið að leita að tenglum fyrir mig og aðra hér í huga, notandinn habiti gaf mér hugmynd um að búa til Tutorial box í /myndlist (þakka þér fyrir habiti ;) ), og það væri mjög þægilegt fyrir þá sem vita ekki hvernig á að byrja að leita í netinu eftir gagnlegum efnum.

Ekki meira þras, koma sér beint í efnið!

Listi yfir hvernig ég myndi vilja byrja að teikna ef ég væri byrjandi:


1. Fá skilning á hlutum í kringum mann.

Teikna kassa, hringi, sívalninga o.s.frv.( Flest okkar sem hafa verið eða eru í myndlistarbraut eiga að kannast við þetta) og læra að skyggja, þetta er helst til að læra alveg frá grunni.
Á þessu stigi hafa nokkrir í Fjölbrautaskóla Breiðholts gefist upp að læra því að það þarf mikið þolinmæði að þurfa að teikna “einfalda” hluti sem ég reyndar sagði á minni fyrstu önn, en í dag sér maður að þetta er bráðnauðsynlegt að fá tilfinningu fyrir hlutunum!

Þessi hluti, á ekki að þurfa að leita að tenglum, en hún Heidís sendi inn svo gagnlegan tengil, sem mér finnst eiga heima hér! Itchstudios


2. Líkamsbygging.

Það fyrsta sem mig datt í hug að leita og safna er “anatomy” eða líkamsbygging. Góður teiknari þarf að rifja upp líkamsbyggingu mannsins aftur og aftur, ef teiknarinn fer í hlé í teikningu og fer aftur í teikningu, byrjar hann oftast að rifja upp grunnþekkingu sína í líkamsbyggingu og aðferðir, ef þeir finnast þeir hafa dottið úr æfingu, byrja þeir oftast á líkamsbyggingu, svo ég held að líkamsbygging sé það næsta sem ætti að koma í listan!


Engin sérstök röð á líkamspörtum:

Hauskúpan
Brjóstkassinn
Handleggir
Hendur
Mjaðmagrind
Fótleggir
Fætur

Fyrsti hlutinn kemur á mjög góðum notum hér, þegar maður hefur fengið skilning á þeim parti, er hægt að nota hann hér.

Vefsíður sem ég rakst í:

Líffærafræði Mannsins - Íslensk Wikipedia.

Beinagrind Mannins - Íslensk Wikipedia.

Anatomy - Ensk Wikipedia.

Character SKeletons - Skemmtileg síða sem sýnir beinagrind myndasögupersóna.

Anatomy - Nuff' said.

Real Learning - Myndbönd.

Visible Human - Soldið ógeðfelt, en það kemur popup flash þar sem þú getur skoðað Frá toppi hvernig bein og vöðvar líta út.

Rey Bustos - Þessi síða er í tenglaflokkunum, en þessi síða er svo frábær að ég tek hana með :)

Fine art - Þessi síða er einnig póstuð hér í tenglaflokknum, síðan er með mikið af efni sem geta komið öllum að gagni, 2d listamenn jafn sem 3d listamenn.

Figure drawings

Portrait artist - Stundum hefur google eitthvað gagn… Prófið að skrifa art tutorial, það gefur soldið af sér. ;) (það snýst auðvitað í kring hvort þið nennið að fara að leita, en tenglarnir sem hafa verið gefnar ættu að vera nóg)


Ég ætla ekki að fara að kaffæra ykkur í tenglum, því að of margir tenglar + lítill tími = Ekkert verður gert.

Annars ætla ég að setja niður lista af bókum sem hafa alveg jafn mikið gagn:


Anatomy for the artist
- Bókin er safn af myndum og við og við anatomy teikningar, ég mæli með þessari bók, á hana sjálf ;)

http://www.amazon.com/gp/product/0195030958/qid=1150385549/sr=1-28/ref=sr_1_28/102-4896931-2994568?
s=books&v=glance&n=283155]Atlas of human anatomy for the artist- Þessi bók var mér sagt að sé rosalega góð, það eru nákvæmar lýsingar af því sem skiptir máli, er að vonast til þess að ég fái þessa bráðum.

http://www.amazon.com/gp/product/0823015521/qid=1150385628/sr=1-83/ref=sr_1_83/102-4896931-2994568?
s=books&v=glance&n=283155]Burne Hogarth- Þessi bók er ein af mörgum af þessari séríu, mér finnst þessi alveg fín, en hún er kannski of erfið fyrir suma til að höndla :S, á bók eftir þennan höfund, Burne Hogarth. Ef þið hafið meiri áhuga á
þessari séríu, leitið þá eftir þennan höfund.

George B. Bridgman - Þessi bók er æðisleg að mínu mati, bókin mín er kringum 30 ára, og er enn mínu fólki að gagni, ef þið hafið áhuga að leita betur eftir þennan höfund, heitir hann George B. Bridgman (ekki með e-i).

Andrew Loomis - Ég hef heyrt margt um að bækunar hans Loomis séu þau sem eru alveg möst að eiga, ef þið hafið áhuga að leita meira eftir hann, heitir hann fullu nafni Andrew Loomis. (Vona að ég fái 3 bækur eftir hann um mánaðarmót).

Eina sem ég myndi passa mig á í að læra, er að vera ekki með ofmikið af bókum eða þá tenglum, annars veit maður aldrei hvar maður ætti að byrja, ég veit af reynslu, er eiginlega fegin að vera núna aðeins með eina bók, eftir hann Bridgman.



3. Teikna frá lífinu í borginni, þá meina ég að fara t.d. út og teikna fólk/dýr og hluti í kringum mann. Það er þægilegt að vera með skyssubók með á ferðinni ef maður er t.d. í strætó/biðstofu. Fólk á ekki að þurfa tengla fyrir svona.
Annars get ég sýnt ykkur hvernig er hægt að byrja: Concept art tengill


4. Hmm… Teikna það sem maður vill? :p


Síður sem ég er að geyma til skoðunar:

Character designs - Þeir sem eru í vandamálum með að búa til persónu fyrir teiknikeppnina… fullkomin síða með character design!

Concept art tengill. - Elska að skoða verkin hans.. hann er ein af ástæðum þess að ég er byrjuð aftur á byrjun að teikna.


Spurning er helst hvort fólk hafi áhuga að hafa box fyrir tutorial, svo það týnist ekki í korkunum og noti það alvarlega. Það er mjög leiðinlegt fyrir mig ef aðeins 3 hafi áhuga á að nota þetta, því þá ætti þetta frekar heima í korkunum.


Það væri frábært ef fólk myndi bæta við einhverju inn, ef ykkur finnst vanta eitthvað í korkinn! :)