Aldrei hefur mér liðið jafn kjánalega á laugardagskvöldi.. Ég ligg hérna uppi í rúmmi með lapparan í klofinu og er að skrifa ritgerð fyrir skólann um einhverja tippalausa styttu og einhver málverk. Ef einhver hérna kannast við Mondriat og strangflatarmálverkin hans þá skiljiði kanski að það er svolítið erfitt að skrifa meira en blaðsíðu um þær myndir.. Þetta er bara bunch af ferhyrningum og svo er einn og einn litaður inn á milli, og þetta á ég að skrifa um :P Ég veit eiginlega ekki afhverju ég er að deila þessu með ykkur en ég fékk skyndilega löngun til að skrifa um eitthvað annað en þetta skemmtilega viðfangsefni.

En þið sem vitið hvað ég er að tala um, finnst ykkur eitthvað vit í þessum málverkum? Ég sé ekkert út úr þessu en kennarinn minn vill víst meina að þetta séu landslögin í hollandi eða eitthvað álíka :s duló ! segið mér álit á þessu verki sem kallast de stijl..
kv. Tania ;)