Þegar að ég ákveð að ég ætla að tala við náttúruna, að gera henni skiljanlegt að ég sé þess verður að taka á móti fræjum og eggjum hennar og bið um þá blessun í stað þess að ráðast á hana með maskínuburstum og rista hana á hol, þá er það hluti af ferlinu.
Það að taka sér blýant ástarinnar (þeas. pensil) í hönd er í raun eitt af síðustu skrefum ferlisins.
Í reykjavík er frekar erfitt að tala við umgjörðina, móðurina sem að blessar okkur með brjóstamólk sinni. Móðirin gægjist kannski upp milli gangstéttahellna og í yfirgefnum steinsteypuhauskúpum. En hún er því miður sjaldnast til staðar í hinum afmörkuðu kirkjugörðum sem að eru í kring um hús landsmanna.
En ég finn móður mína ávallt.
Þá fyrst get ég hafist handa.

Hvernig er þitt listferli?