Myndlist
Myndlistarnám felur í sér ákveðið ferli sem má skilgreina sem færniþættina: sköpun, túlkun og tjáningu annars vegar og skynjun, greiningu og mat hins vegar. Myndlistarkennsla á að byggjast á því að þroska færni nemenda á báðum þessum sviðum.

Sköpun, túlkun og tjáning vísar til notkunar nemendans á fjölbreytilegu úrvali efniviðar og miðla greinarinnar til þess að skapa og tjá tilfinningar, hugsanir, hugmyndir og lausnir.

Skynjun, greining og mat vísar til þekkingar og skilnings á eðli myndlistar og því menningarlega samhengi sem hún er sköpuð í. Enn fremur til hæfninnar til þess að skynja og skilgreina myndlist og meta á rökstuddan hátt.


Kennsluhættir
Unnið er út frá forsendum nemandans, þroska hans og þörfum. Nemandi vinnur einstaklingsvinnu og samvinnuverkefni og lærir að bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Nemandinn þróar hugmyndir sínar þar til fullklárað verk stendur eftir hann. Reynt er að auka sjálfstraust nemandans með verðskulduðu hrósi og með því að sýna sem flest verk hans á göngum skólans. Fræðileg kennsla er samþætt verklegri kennslu þannig að kynning og umræður um myndverk og stefnur í myndlist tengjast ávallt skapandi vinnu nemandans.


Námsmat
Þrepamarkmið (sjá skólanámskrá á vef skólans) eru grundvöllur námsmats í myndlist.Kennari beitir símati og nemandi sjálfsmati. Nemendur í 2.-7. bekk fá skriflegt mat í lok hverrar annar.
Umsagnir byggjast á:
Vinnusemi: Virkni, frumkvæði og áhuga nemandans í kennslustundum.

Frágangi: Vandvirkni nemandans við frágang myndverka og að hann nái að ljúka verkefnum.

Árangri: Framför nemandans í skapandi og tæknilegri færni, þekkingu og skilningi hans á myndhefð samfélagsins og gagnrýnin viðbrögð við gæðum myndverka með viðeigandi orðaforða.



Yngsta stig 1. til 4. bekkur

Markmið
Að nemandinn fái útrás fyrir hina ríku tjáningarþörf sína og tengi viðfangsefnin við nánasta umhverfi og hugarheim sinn. áhersla er lögð á fjölbreytt vinnubrögð við myndfrásögnina. Kynntir verða nokkrir listamenn í tengslum við þau verkefni sem unnið er að. Nemandinn kynnist frumþáttum myndlistarinnar og lögmálum hennar og tjáir sig um upplifanir sínar á myndlist. Nemandinn fær að kynnast ýmsum tegundum efna og áhalda. Mikilvægt er að nemandinn beri virðingu fyrir verkum sínum sem og annarra.
[:;:;:]