Þetta er pæling og viss sjálfsskoðun á nánasta umhverfi sem hófst þegar ég fór að lesa greinar og bækur eftir McLuhan um list og listsköpun.

Mér fannst þetta vera ágætist völlur til að láta frá mér þessar pælingar, sér í lagi vegna þess að ég er að læra myndlist. þó í allt öðrum skilningi en virðist vera hjá mörgum á þessari síðu.

en nóg um það, hérna er greinin:

Hvað er að skapa list?


Að skapa:
Að skapa er að búa til eitthvað sem var ekki áður hvort sem efnisleg ásýnd efnis breytist eða hugmyndafræðileg.

List:
Skilgreining á list er erfið ef ekki ómöguleg og hví ætti ég að vilja skilgreina hana til annars en að fá ýtarlegri skilning á því sem ég fæst við alla daga. Skilning því sem ég vona að verði æfistarf mitt.

Hugtakið list er orðið flóknara í dag en það hefur nokkurntíman verið. Vegna þjóðfélagslegra, tæknilegra og jafnvel vitsmunalegra breytingar á samfélaginu í kringum okkur og vegna breytinga á sjálfinu. (Nánari skilgreiningar á hvað átt er við með sjálfinu er þörf.)
Til að byrja með þarf að skapa reglur til að eiga einhvern möguleika á heildstæðri túlkun á list.

1. í Skilgreiningu minni verður aðeins fengist við list séð út frá vestrænum listaheimi þar sem skilningur á öðrum menningar kimum er lítill eða ekki til staðar.

2. Gengið verður út frá listfræðilegum áherslum nútímans þar sem þekking er ekki fullnægjandi á áherslum listar á fyrri tímum né nægrar þekkinar á menningu fyrri tíma.

3. Notast verður við aðrar fræðikenningar itl nánari útskýringa á hugtökum eða til nánari útskýringar á sumum áherslum.

Til að byrja skoðun mína ákvað ég að líta til samnemenda minna í LHÍ og komst að því að ég gat sett flest alla nemendurnar í rúmlega fimm flokka:
I Sjálfið (Nánari útskýring) notað í gegnum gjörninga

II Videoverk þar sem sjálfskoðun á sér stað t.d Þráhyggjur eða sýn á nánasta umhvefi.

III Hrein fagurfræðu umfram Hugmyndafræðinni.

IV Hugmyndafræði dregin fram í verkinu og er yfirleitt þjóðfélagsleg gagnrýni

V Persónulegir gallar eða vandamál notuð til úrlausnar á myndefninu.

Flestir nemendanna áttu það sameiginlegt að vera að vinna með eða í gegnum sjálfið.
úrvinnslu aðferðir eru margvísar og leitað er í margar listastefnur fortíðarinnar.

Ýtir þessi athugasemd undir pælingar mínar um me-isma eða Sjálfsæi (Sjá færslu um Sjálfsæi)
En einnig ýtir þetta undir skilgreiningu McLuhans um að listin sé framlenging skynfæranna. Þar sem listamaðurinn nýtir listina sem hreint tjáningarform.

Mótmæli: Krot á blað í pirringi, er það þá list?

Svar: ekki endilega. Því þó fluxus hafi sagt að allt væri list þá er greinarhöfundur ósammála. Því listin þarf alltaf áhorfendur því á meðan enginn getur fallist á að eitthvað sé list þá getur það ekki verið list því þegar öllu er á botnin hvolft þá er það tilgangurinn sem gæðir listinni tilgang.
Því við lifum í þjóðfélagi skilgreininga þar sem umhverfið er skilreint af fjöldanum og því gefin merking. Án þekkingar er ekkert.

Ef ég lít yfir þetta þá sé ég að það er í raun ekki beint tekin fyrir nein hrein svör. Eina sem hægt er að segja með vissu er að list er síbreytilegt form tjáningar þar sem miðillinn sjálfur breytist frá ári til árs.
Ef við horfum á myndlistina þar sem skilgreining á myndlist er öll sjónræn list þá er skilgreiningin að víkka á hverjum degi með tilkomu nýrra miðla og nýrra aðferða til að koma listinni frá sér í gegnum stafrænna miðla. (Nánar tekið á þessu í annarri færslu sem ég hendi bráðum inn á bloggið mitt hadrianus.blog.is)

En til að ljúka þessu ákvað ég að reyna að setja alla list (vestræna) í fimm grunn flokka:
1. Hugræn-list: Þar sem hugmyndin er verkinu yfirsterkari og leitast er eftir vitsmunalegri túlkun. (sbr. Fountain eftir Duchamp)

2. Fagur-list: Þar sem fagurfræðilegt gildi er sterkast og markmið er algjörlega fagurfræðileg áhrif á áhorfanda. (sbr. Jackson Pollock)

3. Tvíeggja-list: þar sem tilgangur verksins er tvöfaldur. Á annaðborð er hann hugrænn og á hinn borðann er tilgangurinn fagurfræðilegur. Bíður verk upp á sjálfstæða túlkun hvort sem fagurfræðielga sjónarmiðið eða hugmyndafræðilega sjónarmiðið er skoðað og getur staðið algjörlega óháð hvort öðru. (Sbr. The Persistence of Memory eftir Salvador Dali)

4. Skemmti-List: Þar sem leitast er eftir andlegri upplífgun áhorfandans, reynt að skapa tilfinningarleg áhrif/tengingu við áhorfandann. (Sbr. Lagið Hurt í Johnny Cash útgáfunni. Eða leikritið Romeo and Juliet eftir Shakespeare)

5. And-list: engu síðri list en annað þar sem tilgangurinn er einfaldur, að núll stilla andlegt áreiti einstaklingsins með einhverju svo heiladauðu að einstaklingurinn neitar að vinna úr því en nýtur þess sem afslöppun í staðinn. (sbr. Kvikmyndirnar Die hard eða Van Wilder)

Það má vera að ég hafi gert tilraun til að skilgreina listina. En ég stór efa að ég hafi komist nálægt því… ég a.m.k reyndi.