Trú og list Egypta. Þetta er ritgerð sem ég skrifaði fyrir listasögu og er um tengsl milli trúar Egypta og listar þeirra. Þeir sem kannast ekki við list Egypta átta sig kannski ekki á öllu í ritgerðinni :P
Egyptar hafa verið taldir ein af mikilfenglegustu þjóðum heims og menningarheimur þeirra einn sá merkasti allra tíma. Mikilfengleiki þeirra sést í trú þeirra, lifnaðarháttum og stórfenglegri list. Það mætti halda að guðir þeirra hafi komið sjálfir til þeirra og hjálpað þeim að byggja og skapa þessa ótrúlegu list sem einkennir Egypta. Trúarbrögð Egypta tengjast list þeirra mikið, þar sem allt sem þeir byggðu og skreyttu tengdist trúarbrögðum þeirra á einhvern hátt. En hver voru eiginlega tengsl trúarbragða við Egypska list?

Egyptar voru mjög heit trúaðir. Þeir trúðu á marga frumstæða guði, sem voru menn og dýr í senn. Guðir þeirra voru til dæmis Ra sem var sólarguð þeirra, Isis sem var móðurgyðjan, Ósíris sem var konungur undirheimanna og Toth, guð þekkingar, ásamt mörgum öðrum guðum og gyðjum.

Þrátt fyrir að guðirnir væri afar mikilvægir í trú Egypta þá var það einnig faraóinn sem skipti miklu máli. Faraóinn hafði undarlega stöðu milli þess mannlega og guðlega og var oft talað um faraóa sem syni guðanna eða einhverskonar hálf guði. En enginn efaðist um guðlega eiginleika faróanna. Talið var að guðinn Amun kæmi í eigin persónu til konungamæðra og gæti með þeim syni, sem urðu útvaldir Faraóar.

En við hlið guðasamkundunnar þróaðist dauðadýrkun Faraós. Við sinn veraldlega dauðdaga skyldi hann rísa upp til eilífs lífs. Til þess að það gæti orðið þurfti sálin jarðnesk efni til að hafast við í, hentugastur var líkami hins látna, smurður og rotvarinn. En til vonar og vara voru gerðar myndlíkingar hans, fleiri og færri, þar sem sálin gæti leitað athvarfs.

Annað sem Egyptar trúðu sterklega á var framhaldslífið. Líf eftir dauða. Mjög flóknar athafnir sem undirbjuggu bæði sál og líkama undir förina eftir dauða. Fyrir þá skipti það miklu máli að líkaminn myndi varðveitast sem best og lengst. Það gerði það að verkum að hin flókna múmíugerð Egypta varð til.

List Egypta hefur verið lofuð um allar aldir. List þeirra má jafnvel nefna „dauðralist“ þar sem mest öll list þeirra tengist dauðanum, trúnni og framhaldslífinu. Vegna trúarlegra ástæðna var ávallt unnið í varanlegt efni sem gerir það að verkum að enn í dag vitum við af hinni glæsilegu list Egypta. Egypskri list fylgir líka mikil íhaldsemi og sömu reglunum um list fylgt í mörg hundruð, jafnvel þúsundir ára. Dæmi um reglur í egypskri list má nefna það að þægilegasta og skýrasta sjónarhornið var alltaf sýnt af hlutunum sem gerir listaverkin oft einkennileg. Einnig er yfir list Egypta ákveðinn stílhreinn einfaldleiki sem oft hefur þótt barnslegur. Þrátt fyrir þetta „barnslega“ útlit þá eru útreikningarnir, nákvæmnisvinnan og glæsileikinn öllu barni ofar.

Þar sem trúarbrögð eru svo mikilvæg í lífi Egypta og allri þeirra menningu þá eru mörg af bestu verkum þeirra myndir af guðum þeirra og gyðjum og faraóum.

mynd: http://www.egyptianinternationalart.com/images/relief_isis.jpg

Egypski listamaðurinn var eins og flæktur í þykkni lögmála og formákvæða. Í fjölskipaðri guðasamkundu fékk hver guð sína nákvæmu fastmótuðu dæmigerðu mynd með ólíkum dýrahausum og táknum.

Hver einasti guð Egypta hafði sín tákn. Flestir báru þeir mismunandi dýrahöfuð og líki sem þeir voru alltaf sýndir með á lágmyndum og öðrum listaverkum. Isis til dæmis var ávallt sýnd með ákveðna sólskífu yfir höfði og oft var hún sýnd með vængi. Hún heldur stundum á lótusblómi eða tré og er stundum táknuð sem kýr. Oft er hún sýnd með syni sínum Hórusi og eða með Osiris.

Til að nefna fleiri guði þá má nefna Toth. Hann bar höfuð ibis fuglsins og má nánast alltaf þekkja hann í list Egypta þar sem hann heldur líka á papýrus og skriffærum.

Anubis hinsvegar má þekkja í listinni á svarta sjakalahöfðinu en hann er sjaldan sýndur sem maður. Einnig heldur hann vanalega á ankh í annarri hendinni. Það getur verið auðvelt að rugla Seth og Anubis saman þar sem þeir hafa oft báðir sjakalahöfuð, en reyndar þá er Seth oft með höfuð krókódíls eða annars dýrs. Meðan Anubis er alltaf litaður svartur þá er Seth sjálfur rauður eða með rautt hár. Enda var Seth guð eyðimerkur, dauða, myrkurs og eyðileggingar og trúðu Egyptar að rauður væri illur litur.

mynd: http://home.comcast.net/~hearncl/europe/original/07berlin.jpg

Nefertiti var eiginkona faraósins Amenhotep IV (seinna Akhenaten). Hún var einnig tengdamóðir og hugsanlega stjúpmóðir Tutankhamon. Nafn hennar þýðir „fallega konan hefur komið.“ Eitt frægasta verk af henni er brjóstmyndin af henni þar sem hún sést með höfuðfat Egypta. Brjóstmyndin hefur verið lofuð af mörgum og mjög margar eftirmyndir gerðar eftir henni. Brjóstmyndin er í safninu i Berlín, Þýskalandi. Nefertiti var einnig einhverskonar hofgyðja og var seinna gerð jöfn faraónum sjálfum. Hún var máluð á hofveggi jafn stór og faraóinn, en faraóinn var alltaf stærstur á veggmyndum. Í hofinu Amarna er hún sýnd á lágmynd að slá niður óvin með veldissprota fyrir framan Athen, sem var einmitt guðinn sem hún dýrkaði mest, en svona mynd var aldrei sýnd af fólki nema sem faraó. Nefertiti hefur verið ein valdamesta kona á þessum tímum.

Án efa þar sem Nefertiti var höfð jöfn faraónum var hún hugsuð sem guðleg vera. Á brjóstmynd Nefertiti er bein tilvitnun í Hórus. Hórus var sagður ríkja með tveim augum. Hægra augað hans átti að vera hvítt og standa fyrir sólina meðan hið vinstra var svart of stóð fyrir mánann. En í bardaga við frænda sinn Seth, þá missti hann vinstra augað. Hórus fékk vinstra augað sitt aftur. En styttan af Nefertiti hefur einmitt aðeins eitt auga og vantar vinstra augað hennar. Þarna er verið að vísa beint í hið guðlega og lofa hana sem guðlega veru.

Einnig má sjá tengsl við trúarbrögð í byggingarlist Egypta. Hinar svokölluðu Obelisk súlur sem prýða Egyptaland og nú margar aðrar borgir, var einhverskonar minnisvarði. Þær voru gerðar úr heilum steini en ekki settar saman eins og hinar grísku súlur. Súlurnar voru allt að 20 metra háar og með þríhyrningstopp og var grafið myndletur í hliðarnar á þeim. Súlurnar voru tákn fyrir sólarguðinn Ra og þríhyrningurinn sem er á toppi þeirra er tákn Ra.

Pýramídar Egypta hafa í langan tíma vakið mikla undrun og öfund annarra þjóða. Frægustu pýramídarnir eru Giza pýramídarnir sem voru kallaðir Khufu, Khafre og Menkaure. Eins og flestir vita þá voru pýramídarnir grafhýsi faraóa þar sem þeir lágu smurðir ásamt fjöldanum öllum af dýrgripum. Pýramídarnir eru annars grafhýsi miðríkisins. En ein mjög sterk tenging tengir þá við trúarbrögð Egypta. Því að Ra, guð sólarinnar og sagður faðir Faróanna var táknaður með þríhyrningi. Eins og allir vita þá eru pýramídar einmitt þríhyrningslaga. Getur verið að þetta sé vitnun í Ra sem faðir faróanna sem liggja þarna eða einfaldlega í hið guðlega og andlega sem mun taka við eftir þessu lífi? Pýramídarnir voru einnig heilagt tákn og tenging milli himins og jarðar.

Hinn mikli Sfinx sem situr við hlið Giza pýramídanna er liggjandi ljón með mannshöfuð. Styttan er 80 m að lengd og 20 m á hæð og höggin í kalkstein. Miklar þjóðsögur sköpuðust um sfinxinn og var hann talin guðavera sem hafði steingerst. En upphaflega átti hann samt að vera sálarathvarf fyrir Kefren faraó og var ljónið guðleg tákngerving hans.

mynd: http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/f/f3/Papyrus_of_Ani_Weighing_of_the_Heart.jpg/800px-Papyrus_of_Ani_Weighing_of_the_Heart.jpg

Bók hinna dauðu er gott dæmi um tengsl listar og trúarbragða. Þar var lýsing á því hvernig Egyptar kæmust í framhaldslífið og voru allskonar töfraþulur og leiðbeiningar þar til að hjálpa viðkomandi að komast í gegnum hliðin í framhaldslífið. Þetta eru fallega máluð listaverk sem eru máluð á pappýrus. Þar eru myndir og myndletur sem sýna hvað gera skal. Á myndinni hérna sýnir fyrsta hluta af bók hinna dauðu þar sem hjarta hins látna er vegið. Þarna sjást margir guðir Egypta, Anubis krýpur við vogina en hann er guð líksmurninga og hinna dauðu. Við hlið hans stendur Toth sem skráir niður allt hjá sér en hann er verndari þekkingar. Við hlið hans er skrímslið Ammit sem er úr egypskum goðsögum.

mynd:
http://www.metmuseum.org/explore/newegypt/htm/wk_anubi.htm

Styttan af guðinum Anubis er mjög klassískt egypskt verk. Styttan er í uppréttri stöðu og er annar fóturinn fyrir framan hinn og hárið liggur á mjög einfaldan hátt um höfuð hans. En ólíkt hinum hefðbundna Egypska stíl, standa hendurnar fram í stað þess að vera niður með síðum og með kreppta hnefa.

Tengsl milli listar Egypta og trúar þeirra má finna allt staðar í verkum þeirra. Allt frá styttum og lágmyndum af guðunum sjálfum, frá pýramídum og hofum sem tengjast framhaldslífi þeirra til verka eins og styttu Nefertiti þar sem hún er lofuð sem guðleg vera. List Egypta vísar ekki alltaf beint í trúna með myndum af guðum heldur er hún full af táknum og tilvitnunum í þjóðsögur Egypta um guðina og faraóa. Tengslin þarna á milli trúar og listar er algjör og fylgir Egyptum alla sína tíð í stóru sem smáu. Eitt er víst, að ef hin mikla trú þeirra hefði ekki verið til staðar þá hefði hið forna Egyptaland ekki verið jafn glæsilegt og þar var. Fáar þjóðir í heiminum geta keppt við glæsileika hins forna Egyptalands. Það er sorglegt að sjá að nútíminn sem býr yfir allri sinni þekkingu og tækni, geti ekki eytt tíma og stund í þvílíka list og byggingar með álíka glæsibrag, sem myndi eins og Egyptarnir ætluðu, endast að eilífu.Heimildarskráin er alveg heil síða svo að ég nenni ekki að setja hana inn.
En helstu heimildir koma af wikipediu og britaniccu.
kveðja Ameza