Vantar einhvern snjallan teiknara til að gera skissur fyrir barnabók sem ég ætla með til gamans til útgefanda. Hafa ævintýralegt útlit, teiknimyndalegt.

Þarf ekkert að vera rosalega nákvæmt svona í fyrstu. endilega allir sem hafa áhuga prófa að senda mér… kaupsala@hotmail.com.

Whats in it for you? Tvennt, 1. ég mun prenta bókina í prufueintaki og senda viðkomandi. Á hana þá myndskreytta að hluta.
2. Kannski ef myndirnar eru mjög góðar nota ég þær síðan áfram í útgáfu.

24x24cm ca. á stærð, allavegna ferhyrnt, svo teikningarmiðast við það.

Texti og myndlýsing, nóg að fá eina tvær rissur en sakar ekki að sjá fleiri:

Texti er Feitletraður
Það sem á að teikna er innan “gæsalappa”. Kómík þarf að vera í myndunum.


<Forsíðan>

Titill Bókarinnar: Nammigrísinn

“Mynd af búttnum/svínslegum gutta á forsíðunni með sælgæti í pokum, liggjandi á meltunni. Litríkt sælgæti á víð og dreif. Liggur flatur, með bumbuna upp í loftið, hálfógirtur, fötin hálfpartinn sprunginn utan af honum, rif komin í þau. Nebbinn orðinn eilítið furðulegur/svínslegur, sést í lítið snúin rindil? Pattinn með litríkt sælgæti um sig. ”


<Bls. 1>

“Mynd af sjúskuðum riddara, ósáttum dreka, spikfeitum konungi og masandi ketti með asnalegan hatt hrúgað saman, aumkunarlegir á sinn hátt hver. Nonni sprækur sem lækur þarna með á mynd?”

Þetta er ekki saga af riddurum, drekum eða einhverjum ógurlegum konungum. Þetta er heldur ekki sagan af talandi kettinum með skrípalega hattinn. Þetta er sko aldeilis ekki einhver lygasaga af stórfurðulegum dýrum eða pípureykjandi pöbbum. Ó, nei, þetta er sönn saga. Þetta er sagan af Nonna sem breyttist í Nammigrís.


<bls. 2>

“Fjölskyldumynd, Nonni með tuðru í hönd að koma inn, skitugur upp fyrir haus, úfið hárið, kyssir foreldrana á kinn. Tvískipt? Ein þar sem hann þrusar á tuðru, önnur þar sem hann kyssir mömmu og pabba á kinn? Með ýsu og kartöflur á disknum að skófla upp í sig, útblásnar kinnar af matnum, gulllbros, ljóshrokkinhærður”

Nonni var allra mæðra hugljúfi. Prúður piltur og ofsalega duglegur í skóla. Á daginn var hann úti að spila fótbolta eða í ævintýraleikjum, en á kvöldin kom hann ávallt inn á réttum tíma, kyssti mömmu sína og pabba á kinnina og borðaði kartöflur og ýsu.<Bls. 3>

“Mynd af Nonna með skúringarfötu á hausnum, plastsverð í hendi og lak sem skikkju, og sjónvarpsviðtæki fyrir framan hann með útgeislandi ævintýri… kannski sjást verurunar út úr tækinu…?”

Nonni var uppfinningasamur og gat dundað sér stundanna á milli í skemmtilegum leikjum. Stundum þóttist hann vera riddari kominn til að bjarga prinsessum sem voru í voða staddar í teiknimyndum. Þá stóð hann blísperrtur fyrir framan sjónvarpið og þóttist berjast við hættulegan dreka. Sveiflaði sverði og orgaði “hafðu þetta, flýðu bara”, í þykjustu bardaga.<bls. 4>

“Kraðak í skólastofu, Trítill stendur uppi á borði í stríðsstellingum, Hrappur togar í hárið á Freyju sem grettir sig brussulega og klípur hann í nefið, 1 er að sletta málningu upp á vegg, 2 er að skríða undir borði að háma í sig súkkulaði, 3 er að …. Og kennarinn veit ekki sitt rjúkandi ráð, rengluleg, stendur bjargarlaus yfir þeim eins og skýjakljúfur og horfir niður á lætin.”

Ég veit að sumum krökkum finnst ekki alltaf gaman að þurfa að mæta í skólann, en Nonna fannst það frábært. Þar var sko geggjað fjör, allir krakkarnir úr skólanum og bestu vinir hans samankomin. Svo í frímínútunum varð allt vitlaust og Kristín kennari réð ekki við eitt né neitt.


<bls. 5>

“Nonni vappandi með pabba sínum við innkaupakerru, nálægt búðarkassanum og kemur auga á sleikjóbrjóstsykur, æðifagran, rauðan, bleikan og hvítan með tívólísnúning inn að miðju.. Missir myndrænt andlitið, augun standa stjörf og óskandi, tungan lafir..”

En einn góðan veðurdag, þegar Nonni var úti í búð að versla í matinn með pabba sínum, gerðist svolítið stórfurðulegt. Í einu horni Sparimarkaðarins, við búðarkassann, stóð feiknastór gljáandi tívólisleikjó, hvítur með rauðum röndum sem byrjuðu í miðjunni og fóru hring eftir hring út að brúnum. Örugglega æði bragðgóður. Dáleiðandi sykursætur svo Nonni fékk vatn í munninn.


og svo héðan og þaðan…

<bls. 9>

“Hálfgerða hirðfíflið. Galdralegur gosi, sviptir klæðum, hverfur á bak við grímu hálfgerða hirðfíflsins? Með lang tnef, bólu á því, grimmur og tötraklæddur. Töfrasöngur, gala galdur. Þar sem galdraklarinn raular þulu, sprengingar og ljósblossar, og svo þriðju þáttur þrenningarinna rþegar hann er orðinn hirðfíflið. Byggja myndina sennilega á ljósblossum og sprengingu, og göldrunum, nýji hann sést á næstu síðu”

Grimmur og grár, vissi galdrakarlinn vel að Nonni yrði hræddur við að sjá hann. Hann snéri sér því í hring, hoppaði tvisvar upp á tánnum og tautaði galdraþulu á meðan. “Hamur, Hamur, hverfult augað sér, aðeins það sem það ætla sér”. Reykur sauð upp úr klæðum, síðan fylgdu sprengingar og ljósablossar, og loks hvarf töfrakarlinn.
1, 2 og 3, og aftur birtist hann ljóslifandi. Þá leit hann út eins og hirðfífl, hálfgert, skælbrosandi og klækjóttur.


“Stórt myndarlegt fimm metra hátt nammitré, skreytt dýrindis sælgæti og sykurslori vafið um það eins og silfurskraut utan á jólatré. Mynd af nammitrénu, með sælgæti hangandi af greinunum, risahrúgu af sælgæti við ræturnar…”

Þegar hann kom út í garð næsta morgun ætlaði Nonni ekki að trúa eigin augum og gapti af undrun.
Á einni nóttu hafði tréið vaxið frá því að vera lítil rengla upp í fimm metra háan himnastiga, með laufgaðar trjágreinar blaðandi til allra átta. Á greinum trésins héngu örugglega allar heimsins tegundir sælgætis, möndlur, bingókúlur, súkkulaðikarlar, brenni, bombur, og svo má endalaust telja.
En það furðulegasta við þetta allt saman var, að upp við tréð var festur stigi utan á svo Nonni gat prílað upp í hvaða grein sem er og sótt sér nammi.


<baksíðan>

”Stendur í skugga risastórs sleikjóbrjóstsykurs, með útstæð augun af áfergju, blaðandi út höndunum, viti sín fjær því honum langar svo í allt nammið…. Með hirðfíflið hálfgerða í felum glottandi yfir álögum gotterísins."