Leonardo Í þessarri grein vil ég segja dálítið frá einum merkasta listamanni heims.


I.
Leonardo DaVinci fæddist skammt frá Flórens 1452. Hann var lausaleikabarn og ólst upp hjá föðurfólki sínu án nokkurs sambands við móður sína og var sagður óskilgetinn. Þessar aðstæður eru m.a. taldar hafa gert honum kleift að læra til listamanns. Og faðir hanns hafði ekki efni á því að senda hann í skóla og krafðist þess af honum að verða listamaður. Hann vildi koma fram nýjum hugmyndun fram á sjónarsviðið sem enginn annar hefði hugsað sig um og er hann talinn hafa verið 500 árum á undan sinni samtíð. Hann vildi geta lært grísku, þó hann væri grískur, því hann vild geta pælt í hlutunum sjálfur og var hann sérstaklega forvitinn, af flugi og rissaði upp og teiknaði mikið af myndum af fuglum.
Hann var kominn í nám til meistara um 1466 og fljótt snilld hans í ljós. Hann var strax tekinn í hóp listamanna, og gerði myndir sem bera vott um hæfileika hans og var honum einnig falið að vinna ýmis vandasöm verkefni. En hann ætlaði sér meiri frama og fljótt fóru að koma fram ýmsar nýungar í myndum hans sem áttu eftir að gjörbreyta viðhorfum í myndlist.
Mestur tími Leonardos virðist hafa farið í alls konar rannsóknarstörf, t.d. á vinnumönnum, blómum, líkamsstellingum, fuglum o.m.fl. og bera ótal skissur vott um þá vinnu. Þrátt fyrir góða aðstöðu virðist hann ekki hafa gert mikinn fjölda myndlistaverka, því aðeins hafa varðveist eftir hann 15 - 18 verk. En á safninu sem er í Vindsor kastala eru um 6000 þús teikningar og eru metnar upp í 6 miljón dollara. Leonardo da Vinci er talinn einn af mestu listamönnum sögunnar. Og annað sem er merkilegt við hann er að hann skrifaði aftur á bak eða spegla skirft sem það kallast.

II.
Eldri myndir ítalskra málara eru byggðar upp með tilliti til litstyrks og þegar þurfti að gefa ákveðnu formi þrívídd eða skugga, var það gert með því að dekkja sjálfan litinn, þannig varð ekki samræmi í litunum innbyrðis því dökkblár skuggi er t.d. dekkri en dökkrauður skuggi. Leonardo hafði hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að ljós og skuggar voru sérstök fyrirbæri óháð litum, sem samkvæmt náttúrulegum lögmálum ættu að dreifast jafnt yfir myndflöginn allan.
Hann gerði sér líka grein fyrir því að ekki er nóg að draga fram dramatískt inntak mynda með ljósdreifingunni einni, heldur skipti meginmáli hvernig fólki var raðað niður á myndflötinn. Með því að koma aðalpersónunum fyrir nálægt miðju, láta þær mynda pýramída með stellingum sínum, handahreyfingum eða augngotum, málarinn tryggði að athygli áhorfandans beindist að þeim um leið. Þannig varð hin trausta myndbygging Endurreisnar til. Manneskjur virðast nú sitja í raunverulegu rými innvafðar raunverulegri birtu.
Á þessum tíma var algengt að listamenn væru í læri hjá meistara. Leonardo da Vinci var engin undantekning. Hann var í læri hjá þekktum málara og myndhöggvara, Andrea del Verrocchio en hann hætti snögglega því Leonardo varð færari en hann og sást það vel á einni mynd, þegar hann málaði andlit eða engil á málverk með Andrea.
Leonardo var mjög hæfileikaríkur nemandi. Hann var svo duglegur að seinni tíma menn hafa kallað hann meistara. Forvitni hans og þörf fyrir að skilja hlutina leiddu hann inn á ýmis svið.

III.
Í næstu tvo áratugi starfaði Leonardo í Milano í þjónustu höfðingja sem var bæði grimmur og spilltur, en veitti honum þó vinnufrið og allt annað sem þurfti til sköpunar og rannsókna. Um 1476 var hann sakaður um kynvillu og fór hann til Milanó árið 1492. Hann fékk vinnu hja hertoganum fyrir lág laun. Hertoginn hét Rodorico. Leonardo átti sér lærisvein sem hét Giacomo en kallaði hann aðallega Salai, sem merkir litli skratti, því hann var til eintómra vandræða.
Um aldamótin 1500 er Leonardo svo aftur kominn til heimaborgar sinnar og hefst þá annað Flórens-tímabilið í list hans sem stendur til 1508. Hann fékk ýmis stór verkefni og var með mörg járn í eldinum. Meðan hertogar og kóngar gengu á eftir honum og báðu hann um myndir og teikningar, þá tók hann það upp hjá sjálfum sér að mála unga eiginkonu kaupmanns í borginni, Monu Lísu (1503 - 1505).
Ekki er vitað um ástæðuna en kannski hefur hann séð í andliti hennar snert þeirrar dulúðar sem hann sóttist eftir að túlka í málverkum sínum. Portretmyndir voru ekki nýung á Ítalíu, en Leonardo gæddi þær nýrri sálarlegri vídd með svipbrigðum - brosinu fræga - sýndi hendur fyrirsætunnar og kom fyrir dularfullu landslagi í bakgrunni, sem endurspeglar innra líf hennar. Sjálft brosið er þáttur í margræðni þess og skemmtilegt er að spá í þetta bros, hvað það merkir og afhverju brosir hún.
Leonardo var mjög hæfileikaríkur nemandi. Hann var svo duglegur að seinni tíma menn hafa kallað hann meistara. Forvitni hans og þörf fyrir að skilja hlutina leiddu hann inn á ýmis svið. Auk þess að vera málari var hann arkitekt, líffærafræðingur, myndhöggvari, verkfræðingur, eðlisfræðingur og stærðfræðingur, atriði sem hann fann uppá voru t.d. fallhlífina, skriðdrekann, þyrluna, kafbátinn, kafarabúninginn, svifdrekann og margt, margt fleira.


IV.
Á þessum tíma var algengt að listamenn væru í læri hjá meistara. Leonardo da Vinci var engin undantekning. Hann var í læri hjá þekktum málara og myndhöggvara, Andrea del Verrocchio en hann hætti snögglega því Leonardo varð færari en hann og sást það vel á einni mynd, þegar hann málaði andlit eða engil á málverk með Andrea.
Leonardo da Vinci lagði mikla áherslu á að rannsaka fólk. Hann var einn af þeim fyrstu sem þekkti vel til byggingar mannslíkamans. Hann aflaði sér þeirrar þekkingar með því að kryfja lík. Og var sá fyrsti til að fá að vita hvernig sinar, bein, taugar, augu og vöfðar virkuðu.
Áhugi fyrir sérkennum einstaklingsins einkenndi endurreisnartímabilið en svo er það skeið nefnt sem Leonardo lifði á. Hann gerði sjálfur villur í teikningarnar sínar því ef einhver vildi stela henni virkaði ekki uppfinningin. Reynt var að gera margar af þessum uppfinningum og mistókust margar þeirra vegna villu í teikningunum.
Þó að Leonardo sé þekktastur fyrir málverk sín þá eru þau aðeins lítill hluti þess sem hann tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Hann gerði líka vafasamar tæknilegar tilraunir. Síðasta kvöldmáltíðin (1495-97) sem er máluð á klausturvegg í Mílanó er til dæmis næstum horfin því að hann var að gera tilraun með nýja aðferð við að undirbúa vegginn fyrir málun. Erki óvinur eða erki málari Leonardos var Michaelangelo. Seinna fór hann til Feneyja og þar réð Borgia sem var harðstjóri þar, hann er sagður hafa drepið bróður sinn, framið sifjaspell með systur sinni og eitrað eða kyrkt suma gesti sína. Þar kynnti Leonardo kafbátinn og kallaði það neðansjávar her, en Lenardo var talinn bilaður fyrir að kynna þessa uppfinningu fyrir körlunum í ráðinu.
Móna Lísa er líklega frægasta andlitsmynd listasögunnar. Þetta verk hafði sérstaka þýðingu fyrir Leonardo því hann flutti það með sér hvert sem hann fór. Leonardo dó í Frakklandi 1519, og þess vegna hefur þetta fræga verk verið geymt þar.


Afsakið lengdina en vona að þið hafið lesið þetta.
Kv. Spike