Ákvað að skella inn ritgerðinni minni um gotneska list sem ég var að enda við að skrifa :) :) Vona að þið njótið vel og það er verst að myndirnar koma ekki inn.. en þið getið flett upp í google.com ef þið hafið áhuga á að sjá byggingarnar sem ég er að tala um.


Tvær listastefnur voru aðallega við lýði á miðöldum. Önnur af þeim var gotneskur stíll sem ég ætla að fjalla um nánar í þessari ritgerð.
Gotneski stíllinn hófst í Frakklandi um miðja 1140 og þróaðist upp úr hinum Rómanska. Hann náði miklu meiri útbreyðslu um alla Evrópu. Sérstaklega sést það í byggingum Frakklands og Þýskalands þar sem mikil áheyrsla var lögð á að gera kirkjuna stærri og láta hana skera sig frá öllum öðrum byggingum. Samtíma því kom gotneski byggingarstíllinn, mest þekkta listform listastefnunnar, fram í dómkirkjum. Næstu 300 árin átti gotneska listin að breiðast um allan heim og þakka má batnandi samgöngum þess tíma hve víðbreydd hún varð. Þjóðir sköpuðu sitt tilbrigði af gotneska stílnum. Í Byggingarlistasögu Fjölva segir:
Gotneski still var árangur tækniframfara upp úr sífelldri leit þess rómanska. Hann fylgdi eflingu borgarbyggðar og konungsvalds, sem gerði bandalag við kirkju og borgara til að hnekkja lénsvaldinu. Bak við dirfsku gotneska stíls bjó aukin þekking í stærðfræði og burðaraflsfræðum, sem sýndu framá að viðamiklar grjóthleðslur voru óhentugar til að rísa hátt.
Þó gotneski stíllinn hafi aðeins verið framhald sem í voru fólgnar tækninýjungar og atvinnumenska í listum var hann að miklu leiti frábrugðinn þeim Rómanska. Úr hinum þunglamalega stíl rómanskrar byggingarlistar þróuðust háar og tilkomumiklar byggingar, skreyttar grönnum súlum og gnæfðu himinhátt sem kennimerki hverrar borgar. Hlutföll þeirra og hljómburður varð tónskáldum innblástur við tónverk sín og þeir þróuðu aðferðir til að fylla þetta rými með stórkostlegri og rismikilli tónlist. Á bak við hvert hús var ekki aðeins listin og fegurðin heldur líka viðamikið skipulag og háhleðslur sem aðeins hefðu geta fengist með vísindalegum útreikningum og mælingum. Oddbogarnir urðu grundvallaratriði gotneskrar byggingarlistar. Með þeim var hægt að komast hjá því að nota efnismikla útveggi og bolmagnaða burðarboga og í stað setja léttari og fíngerðari steingrind úr hleðslurifjum sem gerðu sama gang, það er að segja að halda húsinu uppi.
Þessar stóru byggingar voru oftast nær kirkjur, þó svo að fyrstu háskólarnir hefðu verið smíðaðir í gotneskum stíl auk annarra bygginga, og ástæða stærðar þeirrar var ekki eingöngu vegna þess að menn höfðu þróað nýrri og betri byggingaraðferðir heldur einnig út af brýnni nauðsyn. Fólk streymdi úr sveitnum í borgir í atvinnuleit og til að losna við kúgun og erfiði sveitanna. Talið er að þessar hörðu formlínur sem finna má í gotneskri list sé tengd þeim aukna hraða sem varð í þjóðfélaginu á þessum tíma. Sjá má heilu borgirnar sem byggðar hafa verið upp í þessum stíl og þar á meðal eru Feneyjar sem þó er betur þekkt fyrir að hafa verið ein af aðalborgum endurreisnartímans.
Tími gotneskrar listar var líka tími mikilla öfga, byggingarmeistarar kepptust um að byggja sem stærstar byggingar og létu ekkert stoppa sig við gerð hærra og hærra þaki. Þeir fundu aðferð til þess að minnka álag á veggina og gátu þessvegna gert heilu veggina að uppljómuðum glerhliðum sem var róttæk breyting frá myrku, drungalegu og dulúðlegu kirkjum rómanska stílsins.
Menn höfðu engin ráð með að búa til svo stórar gluggarúður að þær næðu í heilann vegg að byggingarmeistarar hófu að nota steind gler í staðinn. Gluggunum var oft haldið uppi af súlum, stöfum og smárifjum og mynduðu jafnvel heila byggingareiningu.
,,Glerbortin voru steind í í skærum gagnsæjum litum, í sólskini glitraði á það sem gimsteina í öllum regnbogans litum. Í fyrstu var glerbrotunum aðeins raðað í afstæð skrautmunstur til að skapa litþel, en síðan var farið að skapa úr þeim myndmunstur og varð úr því sérstök stílgerð úr skærum glerlitum og sterkri reitskiptingu blýumgerðanna, sem náði hátindi í Chartres.”

Steindu gluggar gotnesku kirkjanna eru frægasta listform myndlistar frá þessu tímabili. Gotnesk myndlist hófst ekki af alvöru fyrr en um 50 árum eftir að arkitektar hófu að þróa hinn gotneska byggingarstíl. Erfitt hefur verið að tímasetja hvenær gotnesk málaralist raunverulega hófst því að munurinn á henni og rómanskri málaralist er mjög ónákvæmur. Í takt við hinar myrku miðaldir voru gotnesk málverk dökk og drungaleg og sýndu oft miklar tilfinningar eins og sjá má í þessu málverki eftir Simone Martini.

Eftir því sem tíminn leið urðu myndirnar dekkri og drungalegri þangað til endurreisnin hóf göngu sína.
Ásamt steindu gluggunum máluðu myndlistarmenn aðallega freskur og panelmálverk og myndskreyttu handrit. Panelmálverkin hófust aðallega í Ítalíu og fljótlega voru þau orðin algengari en steindu glerrúðurnar. Myndskreyttu handritin voru oft einu stóru listaverkin sem eftir hafa orðið af svæðum þar sem listaverk hefðu annars vegar ekki lifað af. Gotneskt letur var notað um alla Vestur-Evrópu á milli 1150 og 1500 og fram á 20. öld var það enn notað víða í Þýskalandi. Eins og víða var með list þá sköpuðu þjóðir sér sína tegund af þessari skrautskrift og það elsta er frá Frakklandi. Það var mjórra og hærra en letur annarra þjóða en einnig var til örsmátt letur sem notað var til að skrifa smáútgáfur af Biblíunni. Ensk-gotneska letrið er það mest rannsakaða í heiminum en það hefur nánast engar breytingar frá hinu “venjulega” gotneska letri. Gotneska letrið í Ítalíu er oftast þekkt undir nafninu rotunda. Það sem einkennir það er að fáeinir stafir eru nokkuð öðruvísi en þeir hefðbundnu og ítalir notuðu oft nokkuð skrítna stafsetningu, eins og til dæmis að skrifa x í staðin fyrir s í handritum sínum.

Henri Focilon sagði eitt sinn að gotnesk list hefði byrjað með tveimur klaustur-byggingum og endað með öðrum tveimur klaustur-byggingum; Saint-Denis basilíkan annarsvegar og Cathedral Sens hinsvegar.

Abbot Suger fæddist 13. janúar 1151 í Frakklandi. Foreldrar hans voru mjög fátækir en hann fór þó í skóla og varð ritari ábótans af St. Denis og seinna meir yfirmaður Berneval í Normandí. Hann fluttist til Ítalíu og þegar hann kom til baka varð hann ábóti af St. Denis. Hann var einn fremsti sagnfræðingur sins tíma og skrifaði þónokkur handrit um konunga Frakklands sem og önnur merk rit. Hann tók að sér að endurbyggja St. Denis kirkjuna á árunum 1137-1144 fyrir utan kirkjuskipsins, efri part kórsins og þverskipið sem talið er hafa verið byggt af Pierre de Montreuil í kringum og eftir 1200.
Saint-Dennis var upphaflega aðeins lítil kapella í útjaðri Parísar og varð fyrir nokkrum breytingum í gegnum aldirnar og fyrst gerð upp árið 775. Gotnesk höggmyndalist varð einnig til á þessum sama stað á sama tíma. Frummynd gotneskrar listar eru skýr í þessari byggingu. Sjá má mikla nýbreytni bæði í formgerð og stíl sem lýsir sér sem þverlægum álmum hvelfinga og svifsteigum (e. flying buttress). Eins og flest öll list miðalda þá átti hún að sýna mikilfengni Guðs.
Eins og ég minnst á hér áður breyddist gotneski stíllinn víða um Evrópu og náði alla leið upp til Svíþjóðar, en Svíar byggðu kirkju í þessum stíl í Uppsölum. Mikið var um byggingar þessa stíls á Spáni, Þýskalandi, Póllandi og einnig í Prag. Ítalir voru ekki mjög jákvæðir í garð þessa stíls, sérstaklega seinna meir þó að hann hafi breiðst út um samfélagið og er aðaluppistaða hins fræga ítalska endurreisnarstíls.
Ein mikilfenglegasta bygging síðari hluta gotneska tímabilsins var byggð í Mílanó á Ítalíu á árunum 1386-1577.

Duomo er þekkt fyrir sína fram úr hófi línulegu hönnun sem sýnir mikla andstöðu við bygginguna sjálfa.
Englendingar þróuðu sitt afbrigði af gotneskum stíl sem hægt er að skipta í tvær stefnur, snemmgotneskann stíl og síðgotneskan flúrstíl.
Það sem skilur enska stílinn frá þeim franska er að byggingar Englands voru yfirleitt lægri, mikið var gert úr miðturni og Englendingar notuðu ferhyrnd kórbök í stað hinna ávölu. Enn frekar þá þöndu Englendingar vesturhliðina út í takmarkalaust skrautvirki og framhliðin er yfirleitt breiðari en kirkjan sjálf.
Dómkirkjan í Salisbury er gott dæmi um snilldarverk snemm-gotneska stílsins. Hún státar ekki aðeins af hæsta dómkirkjuturni Bretlandseyja sem er 123 metra hár og var byggður á árunum 1310-1333 heldur er elsta kirkjuklukka Evrópu líka í kirkjunni. Hún er frá árinu 1386. Kirkjan sker sig ekki frá öðrum gotneskum kirkjum þegar litið er á glugga og súlur. Hún inniheldur hvorki fleiri né færri en 365 gluggum með steindu gleri og 8760 marmarasúlur. Þessar tölur eru ekki tilviljunarkenndar heldur eru gluggarnir jafn margir og dagar ársins og súlurnar jafn margar og klukkustundir ársins. Kirkjan var byggð í nokkrum stigum og hér má sjá þrjár myndir sem sýna hvernig kirkjan leit út á hinum ýmsu byggingarstigum:

í kringum 1258 áður en Kirkjan með kirkjuturninum Eftir að turnspíran var byggð
kirkjuturninn var byggður um 1258-1290 á milli 1285 og 1320

Eins og ég benti á hér fyrr í ritgerðinni þá varð gotnesk höggmyndalist til um miðja 12. öld. Áður en Abbot Suger hóf byggingu á þessari fyrstu gotnesku kirkju hafði engin hefð fyrir höggmyndum í öllu Île-de-France héraðinu. Gotneska höggmyndalistin hélt áfram að þróast og breyddist um heiminn. Í Bretlandi eikenndist hún fyrst og fremst af grafhýsum en í Ítalíu voru áhrif klassíkarinnar enn sýnileg.
Hollensk-Búrgundiski myndhöggvarinn Claus Sluter er sagður hafa þróað gotnesku listina áfram yfir í endurreisnina og þar með hafið lok hinnar gotnesku listar.

Lítið var um rétt byggingarefni í norður-Þýskalandi, Skandinavíu og nyrst í Póllandi. Tóku menn þá upp að nota múrsteina við gerð bygginga sinna og líta þær nokkuð öðruvísi út en gotneskar byggingar á sama tíma annarsstaðar í Evrópu. Stærsta slíka bygging er kastalinn af Malbork í Póllandi og stærsta kirkjan er St. Mary’s kirkjan í Gdansk. Í Skandinavíu er frægasta byggingin staðsett í Hróarskeldu í Danmörku.



Heimildir:

Norwich, John Julius. 1981. Byggingarlistasaga Fjölva. Þorsteinn Thorarensen þýddi. Reykjavík, Fjölvaútgáfan.

Piper, David, ritstjóri. 1981. The illustrated library of art: History, Appreciation and Tradition. New York, Portland House.

Pischel, Gina og Þorsteinn Thorarensen. 1976. Listasaga Fjölva, 2. bindi: Miðaldir. Reykjavík, Fjölvaútgáfan.

Höfundur óþekktur. http://web.kyoto-inet.or.jp/org/orion/eng/hst/gothic/sandeni.html 19.04.06

Höfundur óþekktur. http://en.wikipedia.org/wiki/Blackletter 26.04.06

Stanley, John.1996. Sígild tónlist. Tónskáldin miklu og meistaraverk þeirra. Friðjón Axfjörð Árnason þýddi. Reykjavík, Staka efh.

Sir Lawrence Gowing, John Boardman, Basil Gray, Norbert Lynton, Ronald Pickvance, John Steer, George Zarnescki, Michael Evans. 1968. The Encyclopedia of Visual Arts: volume four history of art. Romanesque Art-Romanticism. London, Encyclopaedia Britannica International, ltd.

Myndir:
Yasuhiko Nishigaki: http://web.kyoto-inet.or.jp/org/orion/img/hst/gothic/ngk188.jpg
http://www.salisburycathedral.org.uk/
Shadows will never see the sun