"Graff" menningin á Íslandi
“Graff menningin á Íslandi”

Sprey listaverk, oftast kallað veggjakrot sem má sjá næstum á hverjum einasta vegg, strætóskýlum, ljósastaurum, rafmagnskössum, jafnvel á bílum er vaxandi vandamál hjá borgaryfirvöldum. Margar þúsundir, jafnvel milljónir fara í hreinsun veggjakrots ár hvert og lögreglan reynir að hafa hendur í hári þeirra sem eru að spreyja á almannaeignir.

Veggjakrot hefur lengi haft sinn sess í sögu Íslands. Á mörgum stöðum er hægt að sjá mjög flottar myndir sem hafa verið gerðar af hreinlegum listamönnum og stundum eru sérstakir listamenn í þessu fagi ráðnir til að skreyta veggi og aðra staði, eins og á veggnum bak við Mál og menningu, þar sem stórt listaverk prýðir vegginn. Samt er eins og alltaf í meirihluta tilgangslaust bull sem hefur verið spreyjað bara til að pirra fólk. Sjálfur tel ég margt ”graff” flott og vil að sé látið í friði en sumt bara er ekki alveg að ná til mín. Ég er samt enginn graffari en þó æfi mig oft að teikna þannig myndir á saklaust blað.

En það eru ekki allir staðir sem mér finnst að ætti að spreyja á. Tómir veggir á yfirgefnum vöruhúsum og fleira í þeim dúr er tilvalið til að ”graffa” á bæði vegna þess að enginn myndi sinna því og að það væri mikið stærra pláss fyrir spreymyndir en því miður ekki nógu mikið af þannig stöðum á Íslandi svo að ”graffarar” neyðast til að spreyja á almannaeignir, s.s. skóla, skrifstofur og allskonar staði sem lögreglan og eigendur staðanna berjast við að séu látnir í friði. Þess vegna segi ég að það ætti að koma upp fleiri stöðum sem ”graffararnir” gætu spreyað í friði, s.s. sem að láta af hendi vöruhús eða fleiri staði sem enginn er að nota. Þá væri kannski hægt að koma í veg fyrir að almannaeignir séu spreyjaðar ef það er það sem fólk vill.

En þetta er mín skoðun og það verður gaman að sjá ykkar skoðun á þessu.

MENDOZA