Eggert Pétursson Vá… það er alveg svakalega mikið í gangi á þessu áhugamáli.. Ég var að gera ritgerð um Eggert Pétursson fyrir skólann, tók viðtal við hann og tók myndir… er að fara skila þessu inn bráðum, langaði bara að setja þetta hér inn, hef tekið eftir að það er þörf á nýju efni…

Listamaðurinn
Eggert Pétursson er fæddur árið 1956. Hann er giftur Huldu Hjartardóttir, lækni. Saman eiga þau 4 börn. Eyvindur og Pétur Eggertsson, sem nú hafa slitið barnskónum og fluttir að heiman. Svo eiga þau Guðrún Ingu og Hjört Pál. Sem eru um 10 ára gömul.
Foreldrar hans eru þau Pétur Eggertsson, sem vinnur hjá póstinum og móðir hans, sem nú er látinn Ingiríður Halldórsdóttir, hún var kennaramennt en vann fyrir sér margskonar skrifstofu og heimilistörf gegnum ævina.

Eggert fékk ungur að aldri áhuga á listum og, því sem hann hefur unnið með síðustu 15 ár, blómum. Fyrst hafði hann áhuga á grasafræði en við 10 ára aldur var hann handviss hvað hann vildi gera í framtíðinni. Það er að vera listamaður. Hann byrjaði strax þá að hafa áhuga á blómum, hann teiknaði þau, stúderaði liti þeirra og nöfn. Þetta kvatti hann til að halda áfram þeirri braut að nema listina.
Þegar spurður hvaða stíl
hann noti þá kvaðst hann ekki nota neinn stíl þannig séð, fremur svokallað ,,Hugmyndalista“ eða ,,Conception List”.
Að sögn þá selur Eggert mjög mikið, eða nær
allt sem hann gerir, oftast þá á sýningum úti. Verðið sem verkin hans fara á er mismunandi að stærð, eða allt frá 100.000 og uppí 3.milljónir.
Tíminn sem tekur að klára verk fer líka svolítið eftir stærð, hann sagði að klára eitt verk sér, ef hann ynni bara með það gæti tekið svona 1-2 ár en hann vinnur alltaf með nokkur verk í einu, 3-4 samtímis.
Flestir listamenn vinna eitthvað með listinni
Eggert er einn af fáum sem getur lifað á listinni einni, hann sagði að mjög fáir gætu það, flestir vinni eitthvað aukalega, einsog með að kenna, sem hann gerði einnig sjálfur eitthvað af, hérna áður fyrr.
Hann var efins þegar spurður hvort væri
skemmtilegra að sýna hér heima eða úti en sagði þó að það væri mun mikilvægara að sýna úti en auðvitað erfiðara. Sendingarkostnaðurinn, að senda verkin út er auðvitað dýrt og svo snýst þetta allt um tengsl að fá að sýna verkin sín úti, maður þarf að þekkja einhvern sem vinnur kannski á safni eða einhver sem þekkir einhvern sem vinnur á safni. Síðan sagði hann einnig að hann hafi einu sinni farið út til Japans með verkin sín og það hafi verið mjög skemmtilegt, allt svo öðruvísi en hann hafði áður kynnst. Þegar viðtalinu lauk var Eggert einmitt að fara seinna um daginn út til Osló, þar mun hann einmitt taka við verðlaununum Carnegie Art Award, þar sem hann hlaut önnur verðlaun, sem nema 600.000 sænskum, eða 5,2 milljóna íslenskra. Carnegie Art Award eru verðlaun fyrir framúrskarandi listamenn í norðurlöndunum.
Síðan verða eitthvað að verkum hans ásamt annara listamanna sýnt og selt. Sýningin mun flakka á milli, þar sem hún mun koma við: Oslo, Stokkhólm, Helsinki, Reykjavík, London, Nizza og Kaupmannahöfn.

Sýninging verður s.s hérna í Hafnarhúsi, Reykjavík í byrjun næsta árs.

Menntun
Eggert gekk í Menntakólann við Tjörn 1972 og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1976 Á öðru ári sínu þar hóf hann einnig nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur 1974. Á öðru ári sínu þar, 1976 gekk hann einnig í Mynd og Handiðnaskólann Íslands . Hann lauk Myndlistarskóla Reykjavíkur árið 1978. Hélt áfram síðan í Mynd og handiðnaskólanum þar til hann lauk 1979.
Eftir það ferðaðist hann út til að nema. Þá hóf hann nám á árunum 1979 – 1981 hjá Jan van Eyck Academie sem er virtur skóli í Maastricht, Hollandi. Nafn skólans er dregið af Hollenska málaranum Jan Van Eyck sem var uppi á 14. og 15.öld. sem er sagður hafa átt heiðurinn af því, er talið fyrsta hreina olíumálverkið í Evrópu.

Starfsferill
Eggert hóf störf í Gallerí Suðurgötu 7 eftir hann útskrifaðist stúdent úr Menntaskólanum við Sund árið 1976. Galleríið hafði verið stofnað árið 1975 af nokkrum listamönnum en hætti. Eggert var þar að, þar til hann fór út að nema árið 1979. Frá árinu 1979 hefur hann líka verið félagi í Nýlistasafninu.

Á árunum 1985 – 1991 var hann í ritstjórn hjá tímariti sem hét Teningur en það tímarit var vettvangur fyrir listir og bókmenntir. Svo vann hann fyrir sér í 6 ár að kenna hjá Myndlista- og handiðnaskóla Íslands, sem hann einmitt útskrifaðist úr árið 1979.

Auk listarinnar hefur Eggert gert ýmsar myndskreytingar. Sem dæmi er að hann teiknaði öll blómin í bókinni Íslensk Flóra með litmyndum, sem er um íslensk blóm, alls um 250 myndir af alls kyns blómum.


HEIMILDIR:
Heimasíður
-www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1144859
- www.umm.is
- www.gegnir.is

Viðtal
- Viðtal við Eggert Pálsson
————–