Ég hef verið að pæla afhverju þetta áhugamál virðist svona dautt. Það getur kannski verið að Myndlist er frekar þröngt orð. Kannski er fólk búið að segja allt sem það ætlaði sér. Yfirleitt eru skrifaðar hér greinar um myndlistarmenn eða einhverjar stefnur. Oft eru greinarnar mjög langar og fræðilegar að það getur verið erfitt uppdráttar fyrir fólk sem reikar yfirleitt bara um og skrifa athugasemdir um greinarnar, eða stafsetningarvillur. En ég ætla reyna skrifa smá grein um myndlist, það sem mér finnst þannig að það eru raunar engar heimildir. Ef þær eru get ég þess auðvitað.

Myndlist er auðvitað mjög huglægt, einsog margir ættu að vita. Engir tveir hafa nákvæmlega sömu skoðanir á sama verkinu. Það gerir myndlistina svo áhugaverða, oft þegar ég t.d horfi á mynd og það koma allt í einu einhverjar setningar eða hugmyndir inní hausinn á mér og þegar ég segi öðrum horfa þeir undrandi á mig.
Það eru líka alltaf kenningar, einsog með myndlist gömlu meistarana einsog DaVinci, DiCaprio,Rembrandt og þá. Það eru þá líklega fræðimenn, sem eru mjög vitrir um listir og önnur fög sem setja saman hvað listamaðurinn gæti hugsanlega verið að segja og flestir verða sammála að þetta hljóti að vera rétta kenningin. En svo annað sem er svo skemmtilegt við listina er að það veit enginn hvað listamaðurinn er að fara ef hann hefur ekki greint frá því sjálfur. Helst ef við tölum um gömlu meistarana sem eru dánir. Hvað gætu þeir hafa verið að hugsa þegar þeir gerðu verkin, það eru margar samsæriskenningar um falin skilaboð í mörgum verkjum því að margir listamenn gerðu kristin málverk fyrir kirkjur þegar þeir voru sjálfir ekki kristnir, hefur verið þá oft talið að þeir væru að stríða kirkjunum með einhverskonar gagnrýni í málverkinu sjálfu.
Maður veit ekki einu sinni hvort sumir listamenn gætu alveg verið á dópi þegar þeir gera einhver verk.
Það sem ég hef átt erfiðast með að kyngja við nýlistina er þessi nýja skilgreining á myndlist ,,Myndlistin er það sem listamaðurinn segir að sé myndlist". Marg í dag hefur mér bara fundist fáranlegt, mér finnst t.d gjörningar margir hverjir fáranlegir, að hoppa, öskra og nudda geirvörturnar, sprengja blöðrur nakinn, mála sig nakin og svo gaur sem ég heyrði að hefði tekið mynd af sér að rúnka sér. Þetta er allt sem ég hef séð og heyrt, mætti segja að ég hafi fordóma gegn mörgum nýjungunum. Ég hef mest haft áhuga á bara málverkum, ekki ljósmyndum þó mér þyki sjálfum gaman að taka ljósmyndir. Ég hef yfirleitt mest gaman af gömlu meisturunum. Leonardo Da Vinci, Di Caprio,Rembrandt,Van Gogh….
Hérna verð ég að skilja við ykkur þar sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að enda þessa grein og vonast eftir fallegri og líflegri umræðu, ef það er möguleiki.

Takk Fyrir
Snorri
————–