Ég fór seinasta Laugardag. (Í gær) Á tvær sýningar.

Sú fyrri í listasafni Íslands, kostaði mig 400 kall og vel þess virði að skoða, tekur um rúmlega klukkutíma.

Þarna voru Endangered Waters eftir Rúrí. Stórt tæki þar sem þú getir dregið út glerplötur með stórum uppstækkuðum og afar glæsilegum ljósmyndum af flottustu fossum Íslands. Á sama tíma og þú dregur út fossin þá færðu hljóðið hans. Mér brá mikið þegar ég dró dettifoss út og fékk drunurnar hans. Ég hef sjálfur verið við dettifoss og ég segi og skrifa: Þetta var alveg jafnmikill hávaði í bæði fossinum og listaverkinu.

Einnig voru styttur til sýnis eftir Sigurjón Ólafsson og Ásmund sveinsson. Brons, kopar, steinn og tréútskurður. Afar glæsilegt tréútskurðar verk eftir Ásmuns Sveinsson sem heitir Helreiðin. Fyrir þá sem kannast ekki við stíl Ásmunds, þá gerði hann styttuna vatnsberann sem þið sjáið ykkur á hægri hlið þegar þið keyrið fram hjá veðurstofunni skammt frá perlunni.
Einnig afarglæsilegur fugl úr kopar eftir Sigurjón Ólafs. Því miður þá man ég ekki nafn þriðja höggmyndarans, en hún átti eina fallega styttu þarna líka.
Einnig voru ýmis málverk eftir m.a. Kjarval. Glæsileg grafíkverk eftir Snorra Engilberts voru niðrí kjallara. Svo það er margt þarna til að skoða.

Svo fór ég í gallerý 101 sem er bakvið Alþjóðahúsið, sem er beint á móti Þjóðleikhúsinu. Þar er sýning eftir Egil Sæbjörnsson. Þetta er vídjóverk með skondnum samtölum og skemmtilegum lögum. Vel þess virði að tékka á. Það tekur 20 mínútur í fullri lengd og það er frítt inn, svo endilega ef þið eigið leið hjá.