Ég velti fyrir mér hverskonar greinar eigi að koma inn á þetta áhugamál.

Augljóst er að greinar um málaralist, teikningu, höggmyndalist og gjörningalist komast auðveldlega inn.

Svo er að vísu til eitthvað grafík áhugamál, en ég hugsa nú að samt ættu nú greinar um tölvulist eða koparristur og svoleiðis að mega birtast.

En nú velti ég fyrir mér. Hefði fólk áhuga á að sjá greinar um byggingarlist og hönnun.

Eftir allt saman ef við teljum þetta listgreinar, þá eru þær alltént mjög sjónrænar.

Ætti t.d. grein sem fjallaði um Notre Dame skilið að komast hingað inn.

Grein sem fjallaði bæði um höggmyndirnar og líka gotneska byggingarstílinn.

Eða þannig séð grein um myndlist Maya og byggingar þeirra.

Bara pæling.