För mín til Englands, fyrsta upplifun „Þetta hlýtur að vera fallegasti staður í heimi” ég trúi engu öðru hugsa ég.

Assýrísku ljónin í „The British museum”.

„Sjáðu tilfinninguna í þeim, þau gráta, þau geta staðið í lappirnar undan þunganum…” Svarar vinur minn.

Út af öllum örvunum.
Þetta eru þrír langir gangar, þaktir steinplötum sem voru unnar af tugum, jafnvel hundruðum listamanna máttugasta konungs síns tíma. Ashúrnibal II, grimmasti einræðisherra síns tíma. Það sem mér finnst merkilegt er hversu vel ljónin eru unnin, hversu mikil nákvæmni og umhugsun eru lögð í þau, meðan manneskjurnar eru vélrænar, nánast dauðar. Köld augu, svipbrigðalaus andlit, hvert öðru líkt. Mennirnir eru með samofin skegg. Þeir eru í stríðsvögnum og elta tugi af ljónum yfir sléttur mesapótamíu.
Landið sem nú heitir Írak.
Í forna máttu listamenn bara gera manneskjur á vissan máta. Sjáið bara hvernig egypsk forn list er. Eina sem skilur manneskjur að eru stærð og föt, og snúa alltaf sömu hliðinni að okkur.
En Assýrísku listamennirnir höfðu engar reglur hvernig ljónin áttu að vera. Ljónin sýna sorg og þjáningu meðan örvarnar borast í gegnum hold þeirra. Stolt ljónynja dregur sig áfram á framlöppunum meðan Assýrískur fornkonungur með andlit án meðaumkunar eða veiðigleði lyftir upp spjóti til að gera út af við skepnuna.
Ég vorkenni ljónunum óendanlega. Á sama máta og ég vorkenni manneskjum í sjónvarpi sem orðið hafa fyrir ólýsanlegum hörmungum.

„Þú veist að í dag eru engin ljón eftir í Assýríu” segi ég.

„Ég meina Írak”

„Ég veit þeir útrýmdu þeim” segir vinur minn.

Þegar við komum loks á enda gangarins þá erum við sammála um eitt, þetta hlýtur að vera mesta listaverk í heimi













Ég biðst afsökunar á ljótri mynd. Ég fann eina fullkomna og hún varð of stór sama hvað ég reyndi. En það eru margar myndir á netinu sem þið getið fundið ef þið viljið kynna ykkur forn assýríska myndlist. :)