Hef ekki skrifað hérna áður, hef áhuga á list en veit lítið miðað við þessar ofarnefndu spurningar. Stóð að þetta áhugamál hengi nánast á heljarþrömminni. Hérna er verkefni sem ég gerði fyrir íslensku, fékk lélegt fyrir hana en ætla ekki að birta hana alla, bara hluta og hluta, taka úr henni.

Jón Stefánsson fæddist árið 22.Febrúar 1881 á Sauðárkróki.
Faðir hans, Stefán Jónsson var kaupmaður á Sauðárkróki á meðan móðir hans, Ólöf Hallgrímsdóttir var gullsmiður á Akureyri.
Fljótt í æsku hafði hann mikinn áhuga á myndum og teiknaði uppúr blöðum einsog ,,Illustredet Tidende og Nordstjernen“.
En við 13 ára aldurs meiddist hann á hægri hendi og sýktist af berklum í sárið og þurfti að ganga í sáraumbúðum, alveg til 19 ára aldurs, þegar hann var orðinn stúdent. Og nýútskrifaður úr Latínuskólanum. Peningar voru ekki vandamál hjá þessari fjölskyldu, faðir hans styrkti hann í námi.
Næsta skref var verkfræðinn en fjölskyldan krafðist þess að hann færi að stúdera hana, allavena faðirinn. En hún passaði ekki vel við hann, Jón hætti í henni eftir 2 ár. Eftir þá ákvörðun að ætla verða listamaður.
Á sama ári, 1903 var hann að hefja fyrstu ferð sína til Danmerkur,24 ára.
Hann byrjaði í skólanum ,,Tekning Selskab Skole” sem var undirbúningsskóli í teikningu.
Jón átti þar í erfiðleikum að venjast reglunum og umhverfinu svo hann hætti þar 1904. kennarinn hans í þessum skóla ráðlagði honum þá að prófa einkaskóla Zahrtmann.
Það gerði Jón og byrjaði í honum ári seinna,1905. Ásamt honum voru í skólanum: 8 danir(t.d Harald Giersing),5 svíar(Karl Ísakson, Byrgir Simonsson og Rosenquist) og 5 norðmenn.
Jón lauk þar námi 1908. Þá byrjaði faðir Jóns, Stefán að verða smá áhyggjufullur yfir syni sínum, þannig að Jón setti hann á fund við Zahrtmann sem hrósaði syni hans svo að hann hélt áfram að styrkja Jón alveg til dauðadags,1910.
Því næst dvaldist Jón á Littla-Hamri í Noregi í hópi nokkra listamanna,norskum og sænskum.
Um haustið fór hann ásamt Henrik Sörensen, sem hann náði góðum tengslum við í Zahrtmann skólanum, og Gösta Sandels til Parísar, markmiðið var að fara í skóla sem stofnaður hafði verið af Henri Matisse og var haldinn í auðu munnkaklaustri á Boulevard des Invalides. Þar kynntist hann m.a Jean Heiberg og Axel Revold.
Eftir þau 3 ár sem Jón og félagar voru í skólanum hætti hann. Matisse gafst upp því langflestir nemendur hans urðu svokallaðir ,,Smá-Matissar“ einshverskonar eftirhermur.
Jón kom aftur til Íslands 1912 en skildi eftir alla sköpun sína í París, var óánægður með það sem hann var að gera.
Frá árinu 1913 settist jón að í Kaupmannahöfn alveg til 1924 en kom alltaf heim á sumrin til að mála. Annaðhvort í Reykjavík eða uppí sveit.
En í þessi fyrstu skipti sem hann málaði gekk hann forgörðum af þeim jafnóðum og var ástæðan efasemdir. Það er talinn ástæða þess að í varðveislu eru elstu myndir taldar vera frá árunum 1916.
Fyrsta sýning Jón var árið 1927, þegar hann var 38 ára gamall á íslensku sýningunni í Charlottenborg í Kaupmannahöfn og fékk hann viðurkenningu sem frumkvöðull í íslenskri list.Svipuð sýning var síðar sýnd í Þýskalandi.
Árið 1930 var hann kosinn heiðursfélagi í listaakademíunni í kaupmannahöfn, ásamt honum voru 1 frá Noregi(Edvard Munch) og 1 frá Svíþjóð(Alber Engström).
Öll stríðsárin, frá 1937 bjó hann í Danmörku eftir að hafa búið á Íslandi í mörg ár.
Honum var boðið að vera meðlimur ,,Grönningen” málara frá 1941 en hafði áður verið gestur, frá 1939.
Hann flyst heim til sín árið 1941 og býr í húsi sínu við Bergstaðastræti í Reykjavík en bjó þá til skiptis í Danmörku og Íslandi þar til hann geispaði golunni.
Mjög skrýtið þrátt fyrir allar þessar viðurkenningar og heiðra var Jón aldrei fyllilega ánægður með það sem hann gerði. Hann var hans mesti gagnrýnandi.
Árið 1962, 19 nóvember í Reykjavík,81 árs að aldri safnaðist hann til feðra sinna, lést.

HEIMILDIR:
Jón Stefánsson,1950,Poul Uttenreitter,Helgafell
Jón Stefánsson,1989,Listasafn Íslands,Mál og menning.

Vona ykkur lítist á þetta, að skrifa ritgerðir og greinar eru nú ekki mínar sterkustu hliðar.
————–