Jæja notendur góðir, áhugamálið myndlist hefur ekki gengið jafnvel og búist var við í fyrstu.

Ég er alveg hætt að fá sendar kannanir, greinar og myndir. Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál. Ef einhver hefur sent inn grein, mynd, könnun eða tengil og hefur ekkert svar fengið mega endilega senda mér skilaboð svo ég geti látið vita að hlutirnir komast ekki til skila hérna. Borið hefur á því að myndir komast stundum ekki til skila þótt það sé rétt stærð á þeim og jafnvel greinar hafa bókstaflega ekki komið eða hefur verið eytt án skýringa.

Ef þið fáið ekki skýringu á því af hverju það sem þið sendið inn er eytt þá er það kerfið en ekki ég sem er að gera þetta.

Ég sendi alltaf skýringar með af hverju efnið er ekki samþykkt.

Ef það sem þið sendið inn birtist ekki innan 3-4 daga eftir að þið sendið inn megið þið hafa samband svo ég geti séð hvort þetta hafi borist mér, ég læt aldrei líða of mikið á milli birtinga, mesta lagi 1-2 daga ef ég kemst ekki í tölvu.

Ekkert hefur gerst á áhugamálinu í um það bil 6 vikur en það er vegna flutninga hjá mér og tölvuleysi. Það er allt að jafna sig núna þannig að þið ættuð fljótlega að fara að sjá breytingar hérna inni.

Bætt hefur verið inn Graffíti kork vegna mikilla fyrirspurna og vona ég að graffíti áhugamenn/konur nýti sér hann.

Einnig er ykkur velkomið að senda inn greinar um graffíti þar sem það telst líka undir list.

Tölurnar fyrir ágúst mánuð koma ekki þar sem þær týndust í kerfinu þegar breyting huga.is átti sér stað.

Með fyrirfram þökk og von um góðar undirtektir

Swandys8, stjórnandi hugi.is/myndlist