Hversu mikið veistu um Íslenska Myndlist? Jæja hérna koma svo spurningar um íslenska list, endilega reynið að svara þessu, og það koma miklu fleiri á næstu dögum ef það er einhver áhugi fyrir því.

Svo vil ég einnig benda á það að ykkur er velkomið að senda inn svona spurningar, má alveg reyna að lífga áhugamálið smá við.

1. Hvaða ár var listasafn Íslands stofnað?
2. Hver er talin brautryðjandi íslenskrar listar og varð fyrstur íslenskra málara til að gera myndlistina að aðalstarfi?
3. Hver er megináhersla Listasafn Íslands?
4. Nefndu þrjú dönsk listaverk sem Björn Bjarnason gaf listasafni Íslands við stofnun þess?
5. Nefndu að minnsta kosti 2 erlenda listamenn sem eiga verk sín á listasafni Íslands?
6. Hvenær er listamaðurinn Ásgrímur Jónsson fæddur og dáinn?
7. Hver stofnaði listasafn Íslands?
8. Hvað var helsta viðfangsefni listmálarans Ásgríms Jónssonar og að hverju lagði hann grunninn með því?
9. Hvert var fyrsta verk listasafns Íslands og eftir hvern var það verk?
10. Hver var safnstjóri listasafns Íslands árin 1950-87

Kveðja,

Swandys8, stjórnandi hugi.is/myndlist