Nú ætla ég að segja frá Expressionisma ein og ég sagði frá Kúbisma og Impressionisma.

Expressjónismi er listastefna sem varð til í lok nítjándu aldar. Á ensku og fleiri tungumálum þýðir sögnin express að tjá og það er einmitt það sem þessir listamenn vildu gera.


Þeir vildu tjá tilfinningar sínar og reynslu.
Þegar búið var að finna upp ljósmyndatækni höfðu listamenn ekki lengur áhuga á að mála raunveruleikann. Þeir töldu að ljósmyndin gæti tekið við því hlutverki.
Expressjónistar vildu fremur mála líðan sína og tilfinningar, hugsanir og viðbrögð. Til að ná þessu fram notuðu þeir oft sterka liti og gróf pensilför. Litirnir í myndunum þurftu ekki að vera eins og í raunveruleikanum. Þeir máluðu himininn rauðan, hafið gult og blá andlit ef það túlkaði þá tilfinningu sem þeir vildu lýsa. Litirnir fengu þannig táknræna merkingu. Þessir málarar hafa því einnig verið kallaðir symbólistar. Expressjónistar einfölduðu það sem þeir máluðu og í myndum þeirra er yfirleitt smáatriði. Þeir notfærðu sér lítið birtu og skugga en máluðu frekar fleti með hreinum samhliða litum oft með dökkum útlínum.
Þeir listamenn sem taldir eru hafa lagt grunninn að expressjónismanum eru hollenski málarinn Vincent van Gogh, Edward Munch, Henri Matisse og Paul Gaugin.


Helstu einkenni Expressjónisma:
~ Sterkir litir.
~ Kröftugir pensladrættir.
~ Svartlist (þrykkmyndir).
~ Ljótleiki angistar og þjáningar.
~ Bæði hlutbundið og óhlutbundið myndefni.
~ Skygging forma ónákvæm. Mismunandi litir látnir umlykja
formin fremur en að skyggja þau.
~ Línan mikilvægari en formgerð. Hún var hvöss og ágeng en ekki
sveigð og mjúk.


Myndefni:
~ Maðurinn, eymd hans og kvöl.
~ Náttúran, sem túlkaði þá jafnvel mannlegar kenndir.
~ Óhlutbundin form.

Helstu listamenn:

Vincent van Gogh
Edward Munch
Chagall

Þakka fyrir mig
SupSup