Það er alveg æðislegt að mála…mér finnst gott að tjá mig með þvi að mála…t.d. ef ég er fúl að mála allt í dökkum litum eða flippa og mála í allskonar litum…ég valdi sem valgrein í skólanum meðal annars myndlist…við erum búin að gera margt í vetur…ég var að klára Piccasso mynd (hvernig sem það er nú skrifað), eða Kúbisma, þar sem að ég teiknaði stelpu á blað og ímyndaði mér að þetta væri spegilmynd og ég myndi missa spegilinn í gólfið og spegillinn brotnaði en myndin af stelpunni væri enn í brotunum…svo raðaði ég brotunum saman og hafði þó nokkuð bil á milli…svo málaði ég augun fjólublá, glerið í gleraugunum gult, hárið dökk grænt og varirnar bláar…þetta var athyglisvert verkefni…mjög skemmtilegt og gaman að gera svona mynd þar sem að ímyndunaraflið fær alveg að njóta sín…svo gerði ég fyrr í vetur punktamálverk af íslensku landslagi…það tók nokurn tíma að mála á þetta stóra blað en það tókst á endanum…við gerðum einnigskyssubók og margt fleira…nú er ég að byrja á þröngu sjónarhorni þar sem að ég teiknaði hestfót í grasi og önnur mynd með brot af andliti refs…hugsa að þetta verði flott mynd…við notum held ég krítar eða kelssuliti í þetta verkefni…það er svo ótrúlega margt sem hægt er að gera með myndlistinni…ég hef lengi dreymt um það að verða myndlistakona og hugsa að ég leggi það fyrir mig ásamt leiklistinni :)
Ég hvet alla til þess að tjá sig aðeins með myndlistinni…bara teikna eina litla mynd eða svo…og þið sem að finnist þið teikna illa…ekki bera ykkur saman við aðra…þið hafið öll hæfileika til þess að teikna og mótið ykkar eigin teikni/myndlistarstíl…og munið: æfingin skapar meistarann! :)
óska ykkur öllum hið besta í lífinu!
Aqulera