Edvard Munch Edvard Munch er listamaður sem flestir kannast við. Ópið er frægasta verk hans en það málaði hann árið 1893, þá þrítugur.

Munch fæddist í Løten 12. desember 1863. Hann ólst að mestu leyti upp í Kristajaníu (Osló) og það hryggði hann mikið þegar móðir hans lést 29. desember 1868. Munch mundi sérstaklega vel eftir því að ljósin á jólatrénu voru tendruð og að húsmóðirin sat í sófanum í stofunni í svarta kjólnum sínum. Síðan þegar Johanne Sophie, elsta barnið, lést fór Edvard að mæta sjaldnar í skólann. Hann var oft veikur og fékk því einkakennslu heimafyrir.

Haustið 1870 innritast hann við Den Kongelige Tegneskole í Osló. Í konunglega teikniskólanum var hann í fríhendisbekk. 1882 hætti hann síðan við skólann, fékk nóg og fór að leigja vinnustofu ásamt nokkrum félögum sínum. Vinnustofan var við Karl Johans gate, sem er í miðbæ Oslóar (liggur frá konungshöllinni, fram hjá Stortinget til Sentraljernbanestasjonen, aðal lestarstöðin).
Við vinnustofuna vann hann mikið og lærði meðal annars hjá Christian Krogh sem er frægur náttúrulistamaður.

Í lok apríl 1885 gat Munch loksins ferðast til Parísar. Þetta sumar hitti hann Milly Thaulow, “frú Heiberg”, og var hún fyrsta ást hans. Hann ráfaði um götur Oslóar í von um að sjá hana…

Vorið 1889 sá Munch um fyrstu listasýninguna þar sem hann sýndi einn. Þetta var líka fyrsta listasýningin í höfuðborginni sem bara einn listamaður var að sýna. Seinna þetta ár leigði fjölskyldan sér lítið hús í Åsgårdstrand við Oslóarfjörð og var það uppúr þessu aðal aðsetur Edvards.

Pabbi Edvards lést haustið 1889 og þá varð hann enn þunglyndari og hann sat dögunum saman og starði út í loftið. Árin þrjú sem hann var í Frakklandi voru erfið og hann var oft veikur. Því fór hann til Miðjarðarhafs, nánar tiltekið til Nice, og reyndi við rúlettu-borðið. En hann var líka fjóra vetur í Berlín og varð frægur meðal listamanna þar. Þá fóru Norðmennirnir líka að taka við sér og hættu myndir hans að vera eins sjokkerandi eins og áður. Hann hélt stórar listasýningar sem margir komu að skoða. Stemmningin var ólýsanleg.

Þegar Munch loks kynntist ‘Tulla’, Mathilde Larsen var hann orðinn 34 ára en hún fjórum árum yngri. Hún kom úr ríkri fjölskyldu. 1898 fóru þau saman til Ítalíu en sendi Tulla síðan til Parísar til að bíða eftir sér. Þau hættu síðan saman 1902. Þau hittust þá í Åsgårdstrand og segir Edvard að hún hafi dregið upp skambyssu og hlaut hann skotsár á vinstri hönd. Seinna varð hann vænisjúkur út af þessu skotsári og ónýti fingurinn minnti hann stöðugt á árin þrjú sem hann bókstaflega hafði kastað á glæ.

Eftir sambandsslitin fóru taugarnar að segja til sín og ekki batnaði það þegar alkóhól var í spilunum. Mikil ferðalög drógu kraftana úr listamanninum fræga og 1908 var hann á mörkum geðveikinnar. Hann fór í endurhæfingu til Kaupmannahafnar og hét því að smakka aldrei aftur áfengi. Á leiðinni heim, sjóleiðis heillaðist hann af Kragerø með sín hvítu hús. Hann fékk þó ekki húsnæði þar heldur settist að á austurströnd Oslóarfjarðar og málaði mikið. Hesturinn Rousseau (eftir listamanninum) var hans mesti félagsskapur.

Árið 1912 var honum síðan boðið að sýna ásamt stóru körlunum, van Gogh, Gauguin og Cézanne, í Köln. Ári seinna fengu þeir Picasso sitt hvorn sýningarsalinn á Haustsýningu í Berlín. Þeir voru einu útlendingarnir þetta árið.

Seinustu ár hans voru tiltölulega róleg, hann var heima á Ekely og hafði lítil sem engin samskipti við fólk, þó eitthvað við vini og vandamenn. Veturinn 1943-44 fékk hann síðan lungnabólgu sem dró hann rólega til dauða og var hann allur 23. janúar 1944.

Helstu heimildir:
http://www.ibiblio.org/wm/paint/auth/munch/
http://w ww.museumsnett.no/munchmuseet/no/munch.htm

Kv. torpedo