Ég bjó til ritgerð fyrir sögu um Leonardo da Vinci. Reyndar er þetta eiginlega ævisaga hans í stuttu máli og hún er ekki fullkomin.

Leonardo da Vinci

Leonardo da Vinci fæddist 15. apríl 1452 í bænum Vinci, eins og eftirnafn hans gefur til kynna. Ekki er vitað meira um móður hans annað en að hún hafi heitið Catarina. Hann var lausleikabarn og bjó hjá föður sínum, Signor Pétri frá fimm ára aldri, vegna ósks þáverandi eiginkonu hans sem var mjög ung. Signor Pétur kvæntist ekki móður Leonardos en föðurfjölskyldan vissi af honum og var hann enginn smánarblettur á ættina.
Faðir hans tók snemma eftir teiknihæfileikum Leonardos og gekk hann í skóla í Vinci en var kennurum sínum til ama með spurningum sem þeir gátu enganveginn svarað. Aðeins fimmtán ára gamlan sendi faðir hans hann til Flórensar til að læra hjá hinum virta Verohccio sem bæði hreyfst af teiknikunnáttu hans og öfundaði hann jafnframt vegna þess að Leonardo átti eftir að skyggja á hann.
Fyrsta málverk Leonardos, sem hann málaði er Boðunin. Aðdáendur Leonardos eru mjög ósátt við þetta málverk og vilja oft ekki viðurkenna að þetta listaverk sé eftir hann því uppstillingin er stíf og vængirnir á englinum sem þar var á myndinni stífir, en líklegast er það eftir einhvern annan listamann sem var að “lagfæra” listaverkið. Þótt sumir vilja ekki viðurkenna að þetta sé eftir Leonardo þá eru handbrögð hans í málverkinu sem eru mjög þekkanlegar.
Leonardo hafði ýmsar hugmyndir um allt milli himins og jarðar. Allt frá því að búa til vél sem gæti slípað saumnálar til skriðdreka. Leonardo skrifaði frá hægri til vinstri. Líklegast vegna þess að hann var örvhentur þótt hann væri jafnvígur á báðum höndum.
Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci er sennilega frægasta myndin af síðustu kvöldmálíð Jesús og læri sveinum hans. Saga síðustu kvöldmáltíðarinnar er hrein og bein sorgar saga. Síðasta kvöldmáltíðin er máluð á vegg í klaustri. Veggirnir í klaustrinu innihalda sýru og draga að sér raka sem fer illa með málverkið. Í kringm 1800 voru miklar rigningar á þessu svæði og flæddi upp með veggjunum. Á 17. og 18. öld hófust gríðarlegar fyrirmálanir, sem að vissu leyti skemmdu myndina. Í seinni heimstyrjöldinni var byggingin sem sem síðasta kvöldmáltíðin fyrir loftárásum og var hún gjörsamlega í rúst. Á árunum 1946-1954 gerði viðgerðameistarinn Mauro Pellicioli kraftaverk. Hann varði átta árum ævi sinnar í að bjarga þessu listaverki og gekk viðgerðin betur en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Hann bjargaði listaverkinu með því að líma hverja einustu flögu upp á vegg á ný með gagnsæju lími. Límið veitti nýja dýpt í listaverkið, litirnir dýpkuðu. Listaverkið var eins og nýtt.
Leonardo gerði uppkast af hverjum og einum lærisveini fyrir sig eftir lifandi mönnum í Flórens, nema Jesús, sem er algjörlega skapaður af Leonardo. Uppkastið af Jakobi Sebedeussyni þykir þó vera með fallegustu teikningum sem Leonardo hafði teiknað á ævi sinni. Auk þess sem þetta málverk er með þeim fallegri í heimi er það fullt af dulúð og táknum frá kristni. Það sem þykir vera það flottasta við listaverkið er að maður sér á borðið. Maður sér það sem er á borðinu og það gerir myndina svo raynverulega.
Frægasta málverk eftir Leonardó er Móna Lísa. Reyndar er ekki vitað af hverju það þykir vera svo fagurt en það er eitthvað við hana sem fólk heillast að. Það er eins og hún eigi sér leyndarmál því að brosið er svo dularfullt.
Reyndar er ein kenning um að þetta sé í raun Leonardo sjálfur í kvenmannsfötum- eða þá blanda af karli og konu. Fullkomið anagram fyrir Mona Lísa (anagram er þegar maður svissar stöfunum og fær annað orð/nafn á öðru tungumáli) er Amon L’isa sem eru frjósemisguðir Egypta. Í Frakklandi var Isis borið fram sem L’isa. Einnig er eftirtektarvert að landslagið vinstra meginn á myndinni er hærra en það sem er hægrameginn. Svo eru það augun. Augun á Mónu Lísu fylgja manni hvert sem er um herbergið. Þetta listaverk eftir Leonardo er sennilega það frægasta og það hafa ekki verið gerðar eins margar eftirmyndir eftir neinu málverki í heiminum og eftir þessu.
Leonardo er sennilega mest metni listamaður listasögunnar. Hann nennti reyndar ekki að klára öll verk sín og gerði hann lítið af málverkum. Hvert og eitt málverk eftir Leonardo da Vinci er talið nær ómetanlegt, vegna þess að þau eru svo fá. Leonardo átti það til að óhlýðnast húsbændum sínum varðandi einhver verkefni og fékk hugann við eitthvað annað og kláraði því yfirleitt aldrei verk sín til fulls.
Kenningar eru um að Leonardo hafi verið aðalmaðurinn í elsta leynifélagi heims, Bræðrafélagi Síons, sem sór þann eið að vernda hinn heilaga gral, hvað sem það kostaði. Leonardo bjó síðustu ár ævi sinnar í Frakklandi, hugsanlega til að sinna skyldu störfum það varðandi bræðrafélagið. Aðrir meðlimir í bræðrafélaginu, sem komu inn á eftir honum eða á undan voru m.a. Sir Isaac Newton, Botticelli og Victor Hugo.
Leonardo da Vinci andaðist 2. mai 1519 þá 67 ára að aldri. Hann var jarðsettur í Amboise sem er konunglegur grafreitur. Í Húgenottastríðinu og í Stjórnarbyltingunni var garðinum umbreytt og lík grafin upp. Arsene Houssay nokkur reyndi að safna saman beinum Leonardo da Vincis saman. Frá þeim beinum sem hann safnaði saman kemur í ljós að Da Vinci hafi verið hávaxinn. Beinin sem hann taldi vera af Leonardo eru nú grafinn í lítilli kapellu við hlið kastalans. Ekki er vitað hvort þetta sé úr honum. Þetta gætu allt eins verið úr 10 mönnum eða tveim.


Ég veit að það er búið að senda inn grein um sama mann og allar heimildir um þennan merkasta listamann allra tíma (ef svo má komast á orði) eru ekki öruggar og það sem er sagt í minni grein er kannski andstæða það sem sagt var í grein Wolvie(?).

Fantasia