Leonardo Da Vinci var listamaður og uppfinningamaður, en var meira viðurkenndur sem listamaður þar sem meira en helmingur af uppfinningum hans virkaði ekki, en var hann með upprunalega hugmyndina af flugvélinni og skriðdrekanum og mörgu öðru. Hann var mjög forvitinn og skrifaði oft rannsóknir og uppfinngarsína á blað sem nægði honum yfirleitt. Leonardo er mjög þekktur fyrir verk sitt, Mona Lisa, sem er núna í safni í París.

Leonardo Da Vinci fæddist skammt frá Flórens í Ítalíu, 15. Apríl 1452, hann lést árið 1519. Hann var mikill lausaleiksbarn þegar hann var lítill og átti heima hjá föður sínum, Piero, ásamt ellefu hálfsystkynum en ekkert er vitað um móður hans, en aðeins að hún héti Katrín. Piero var þinglýsingadómari, og sagði hann oft eftir þegar Leonardo fæddist að hann væri með hæfileika. Piero giftist fjórum sinnum, þremur af þeim dóu. Piero giftist aldrei Katríni og sendi hana sem fyrst með ný fædda syni sínum í bóndabæ í nágrennaþorpinu Anchiano. Og var þar sennilega í fjögur ár. Með tímanum fékk hann Leonardo áhuga og var heillaður af grasafræði, jarðfræði, flugi fugla og glöggskyggná eðli sólarljóssins.
Hann fékk sama menntun og drengir í sveitabæjum, lært að lesa og skrifa og fengið stöður í reikningi og latínu. Leonardo var viðkvæmur á skort á æðri menntun og snertist í varnarstöðu gegn þeim, sem töldu hann ekki sem menntamann. Bóndi einn kom til föður hans með kringlóttan fíkjuviðarskjöld og bað hann um að taka hann með sér til Flórensar til að fá málaða mynd á hann. En stað þess að fara með skjöldinn til fagmanns, fékk hann Leonardo til að spreyta sig á. Hann ákvað að mála á skjöldinn Medúsuhöfuð, sem skyldi vera svo hræðilegt, að allir skelftust, sem horfðu. Eftir að hann kláraði myndina, prófaði hann á pabba sinn og hrökk Piero svo við að hann ætlaði að taka á flótta. Þegar hann fattaði svo hvað var að gerast, fannst hann þetta vera eitt risa kraftaverk.
Árið 1466 fór hann í nám hjá meistara og sást það fljótt að hann hafði hæfileika og kom í ljós snilld hans sem faðir hans viðurkenndi. Lærifaðir Leonardos hét Andrea del Verrokkíó, eftirsóttasti listamaður Ítalíu á þessum tíma sem Leonardo yfirskyggði síðar. Hjá honum lærði hann langt um meira en tæknibrögð. Kannski hefði Leonardo af meðfæddri eðligáfu hneigst af sjálfu sér til slíkrar eðlislegrar myndagerðar, hann hefði ekki þurft neinn meistara til að vísa sér til sjálfsagða hluti. Af vinum hans má nefna Botticelli, Baldrovvinetti og Pietro Perugino, sem síðar varð lærifaðir Rafaels. Líklega kom Leonardo oft í vinnustöfu Pollaiuolos og sá, hvað þar væri að gerast. Þá umgekkst hann daglega unga listamenn eins og Botticelli og Baldovinetti. Þeir lifðu og hrærðust í borg þar sem listir voru að komast æ meira á djöfina, hittust á götuhornum og röbbuðu samana fram á nætur. Hann þurfti bara að ganga örfá skref út fyrir alfaravegg sinn til að skoða kalkvatnsmyndir Masaccios í Flórens. Byggingarlist Fljórens-borgar Var Leonardo einnig góður skóli og var Munaðarleysingjahælisins, Pazzí-Kepellu og Dómkirkjuholfsisn einnig frábær vitnisburður nýrrar Endurreisnar-stílgerðar. Hann var tekinn sem einn af hópum listamanna, og voru myndir hans vott, og byrjaði hann fá ýmis vandasöm verkefni til að vinna við. Hann var mikill endurreisnarmaður, og er fyrst og fremst mesti snillingur ítölsku Endurreisnarinnar og hann er þekktur fyrir það. Hann skrifaði hægri til vinstri í spegilskrift, sem ég tel að hann hafi verið að reyna að halda sínum skriftum fyrir sig sjálfa. Hann var síleitandi af fólki, ljótu og fallegu, því ekki má vanrækja ljótt fólk. Þegar hann fann sér setti hann andlitið í minni, fór heim og teiknaði hann eins og fyrirmyndinn væri sitjandi fyrir. Hann tók upp á því að gera bækur og kennskubækur og skrifaði oft um fólk á blaði, en nefndi aldrei um æskuna sína í dagbókum sínum. Hans fyrsta málverk sem hann málaði sjálfur frá grunni er Boðunin. Hann byrjaði að setja ýmsar nýja hluti í myndinar sem átti eftir að breyta viðhorfi listarinnar og lagði grunn að hinni háklassísksu myndgerð Endurreisnar. Hann var mjög þrjóskur, og reyndi að finna leiðir til að festa liti á myndim og fann hann eina leið, en seinna virtist það ekki vera það góð hugmynd, t.d. The Last Supper eða síðasta kvöldmáltíðin, sem var gerð árið 1498, og eru fólk mjög hrædd að það sé alveg að molna niður.
Áður en hann byrjaði að vinna að málverkinu, leitaði hann af fólki til að geta haft í verkið sem fyrirmyndir, og tók það honum soldin tíma. Hann skissaði svo af öllum og eru til ótal uppköst af lærisveinunum og Jesús. Hann málaði myndina upp á vegg í Maríunáðarklaustur. Síðasta kvöldmáltíð Leonardos hlýtur að hafa þótt fádæma fögur, þegar hann tók vinnupallana frá henni. Hún var líka óvenjuleg svo stórri veggmynd að vera, því Leonardo vann hana ekki í kalkvatni, heldur í eggjahvítu-límlit, tempera. Þannig náði hann skærari litum en annars tíðkuðust í veggmyndum. En hann átti strax í erfiðleikum með múrinn, sem var í rakara lagi. Þetta var ypphafið á að einni landregnustu sorgarsögu í listum. Ástæðan fyrir veggrakaranum var að skömmu áður hafði Maríunáðarklaustur verið endurbyggt í svo miklum flýti, að ekki var gætt nægilegrar vandvirkni. Steinsmiðirnir blönduðu gamalli múrmylsnu í veggina, fullri af sýrum og söltum sem finnast í gömlu gifsi og mýrsteinum og hélt það í sér raka. Á árunum 1946-54 framkvæmdi viðgerðarmeistarinn Mauro Pellicioli björgun myndarinnar og fjarlægði þá alla yfirmálun, því hann hafði að leiðarljósi að leiða fram gegnum upprunalega mynd Leonardos. Myndin varð mesta áhyggjuefni listamanna og var þetta þeim mesta sorgarsaga. Það ver mjög leiðinlegt að sjá svona fallegt verk fara svona, og þegar maður horfir á myndinar er mjög erfitt að geta séð andlitið á lærisveinunum en það sést.