1. Teikna mynd, með blýanti,penna, wacom, tölvumús, trélitum eða hvaðeina.

wacom: er tölvuteikniborð (wacom er bara þekktasti framleiðandinn)


2. Setja myndina á tölvutækt form. Með .jpg endingu eða .gif.

Skanna inn teikningar ef með þarf eða jafnvel taka bara mynd af teikningunni með myndavél (já ég hef gert það)

3. Mjög gott að nota photoshop til að smækka myndina/myndirnar. Og gera Save as> mynd1.jpg eða eitthvað nafn bara með .jpg endingu eða .gif endingu.

4. A.t.h. skal að hafa myndina ekki of stóra. Helst ekki yfir 100 kb!!!

5. Hvernig skal senda sjálfa myndina!

A. Hægt er að uploada myndina sjálf/ur á eigið vefsvæði og senda tengil á myndina annaðhvort í gegnum senda kassann hér á áhugamálinu eða á tölvupóstfangið mitt sem er : ibbi1984 (hjá) gmail.com

Að sjálfsögðu skal skipta “hjá” út fyrir @ merkið.

B. Eða senda mér einfaldlega myndina á tölvupóstfangið mitt(emailinn) sem viðhengi. En þarf samt að skilgreina notendanafn á huga svo ég fari ekki að birta ykkar eigið nafn!

Ef þið eigið í meiri vandræðum endilega pósta spurningum hér fyrir neðan, senda mér einkaskilaboð eða tölvupóst.

kær kveðja. Necc