Jæja, þá er sýningunni lokið og liggur maður hérna, dauðþreyttur, að melta það sem maður hefur séð í dag.

Smá rant hérna í byrjun:
Dagurinn byrjaði á því að ég fór í vinnu og sá á aintitcool.com að nýr HULK trailer væri kominn á netið. Án þess að bíða þá náði ég í hann og horfði spenntur á. Matrix Reloaded og HULK eru núna á topp listanum ásamt Return of the King á þessu ári. Trailerinn var vægast sagt geðveikur þar sem maður sér græna risann(ekki Shrek) rífa allt í sundur og teika á herþyrlu(slef).

Einnig sá ég teaserinn að myndinni Underworld sem fjallar um stríð milli varúlfa og vampíra í borginni Prag. Það má sanni segja að ofurhetjumyndir(eða myndir með ofurmannlegum kvikindum) séu að ná smá fótfestu. Í raun var ég svo hypaður af HULK og Underworld að ég hætti gjörsamlega að vera spenntur fyrir X-2.

Þrátt fyrir það þá fór maður á hana enda búinn að kaupa miða fyrir viku. Spennan magnaðist þegar dyrnar voru opnaðar og herramenn tóku á móti okkur sem leituðu að dópi(segji svona, hef ekki hugmynd um hvað þeir voru að leita að, kannski myndavélum). Ég og félagar mínir voru svo lukkulegir að fá mjög góð sæti við miðju og maður var byrjaður að vera verulega spenntur.

Svo byrjaði ballið. Við sáum þó nokkra trailera sem voru frekar slappir fyrir utan International Trailerinn af Terminator 3 sem var mjög svalur og lofaði meiru en fyrri trailerar.

Introið var svipað því sem maður sá í fyrri myndinni. Ég nenni ekki að fara í endursögn á myndinni sjálfri heldur frekar að koma á framfæri skoðanir mínar um hana.
Myndin var í alla staði frábærlega vel gerð. Ég finn lítið sem ég get kvartað yfir og ef eitthvað þá finnst mér hún talsvert betri en númer eitt.
Nýmennirnir eru þó nokkrir. Til að byrja með þá skulum við nefna Pyro og Bobby(ískaldur gutti;lélegur húmor). Þeir eru í raun hálfgerðar andstæður þó að myndin spili lítið út á það. Annar stjórnar ís og hinn eld, annar er góði gæjinn sem kemur vel fram og á góða fjölskyldu meðan hinn er bitur drengur sem á eitthvað bágt(en það er lítið farið í það, í raun fær maður fleiri hints en staðreyndir).
Svo má ekki gleyma Nightcrawler. Eftir að hafa horft á hann gera sín brögð þá er ég búinn að finna minn favourite X-Men og það er enginn annar en Kurt Wagner, called by the Munich… ahem. Í raun get ég ekki lýst því hvernig hann virkar í myndinni, eina sem ég get sagt er að hann er yndislegur og Alan Cumming á hrós skilið fyrir túlkun sína á honum.
Eins og áður þá er Storm og Cyclops aukapersónur sem skríða eftir gólfinu líflausar og leiðinlegar. Sem betur fer losnum við slæma one-linera frá Storm en hún er samt engu skárri en eineygða fíflið sem elskar Jean Grey.
Jean Grey snýr aftur fílefld og skartar aðeins betra hlutverki en áður. Hún er í raun lykilkarakter og gaman að sjá Famke Jensen í hlutverkinu enda að mínu mati mjög fögur.
Hlutverki Anna Paquin, a la Rogue, er talsvert minna í þessum kafla. Hún er í raun hálfgerðu aukahlutverki og gerir lítið gagn nema það að vera hálfgert Neutral svæði milli Bobby og Pyro, límið sem heldur þeim saman.
Patrick Stewart fær lítið að gera og manni finnst hálf leiðinlegt hversu aumur hann er í myndinni fyrir utan nokkur atriði sem hann sýnir krafta sína.
Mystique er athyglisverður karakter og gaman að sjá hana fá aðeins stærri rullu núna. Í raun á hún nokkur mjög skemmtileg atriði og ég verð að segja að X-3 yrði sorgleg mynd ef hún myndi ekki koma aftur og þá fílelfd með talsvert meiri bakgrunn og karakter.
Fyrir utan einn annan karakter þá á Magneto svæðið. Hann er svalur, hann er rasisti af verstu gerð og er í raun ekkert skárri en nasistarnir sem drápu foreldra hans(X-Men). Ian fer létt með hlutverkið og sýnir mjög skemmtilega hlið á sér.
Svo má ekki gleyma gamla góða Wolverine. Eins og áður þá er hann sá sem á myndinna í gegn að mörgu leyti. Hann er harðari og grimmari og það sést smá brot í manninn sem var, þeas áður en hann gleymdi öllu. Hann á í raun allar bestu línurnar fyrir utan Ian sem nær að gera allar línur góðar.
Einnig fáum við að sjá Colossus stæra sig af líkama sínum sem og svo skilst mér að Gambit sé nefndur en hann sést ekkert í myndinni.

Mér líður ótrúlega vel eftir þessa mynd. Þetta er ofurhetjumynd sem svínvirkar. Hún er ekki að spóla í sögum karakteranna enda búið að þylja þær upp í númer eitt. Hér er einbeitt meira á stríðið og gilið sem er búið að myndast milli manna og hinna “stökkbreyttu”.
Bardagaatriðin er vel útfærð og atriðin í gömlu myndinni eru klunnaleg í samanburði. Þegar það kemur að bardagastíl þá á Nightcrawler svæðið.

Eina sem ég get óskað núna eftir er velgengni myndarinnar svo að við fáum að sjá númer 3. Myndin endar á frekar drungalegan hátt og ef þetta verður að trilógíu þá væri það með ótrúlega svalt að mínu mati. Að vísu óttast maður um framtíð X-men í bíó þar sem leikaraliðið er orðið stórt og mikið og sumir leikarar munu eflaust heimta hærri og hærri launaseðla með hverju framhaldi. Hef heyrt að það eigi að gera Spin off seríu um Wolverine og það er bara kúl svo lengi sem þeir fá góða menn til að skrifa handritið.

Fyrir sanna myndasögunörda þá er þetta mynd sem þú verður bara að sjá(nema þú fílir bara sögur um bleika bangsa sem skjóta hjartageisla á óvini sína).
[------------------------------------]