Núna er maður búinn að sjá hina margumtöluðu Daredevil og ég verð að segja fyrir mína hönd að maður er að mörgu leyti bara sáttur. Maður var að vísu með miklar væntingar þökk sé umtali hennar og að vissu leyti varð maður fyrir vonbrigðum.

Sjálfur vil ég ekki eyðileggja söguþráðinn fyrir þá sem ætla að horfa á hana þegar hún kemur en þeir sem hafa lesið bækurnar eftir Frank Miller eiga eftir að sjá margt úr þeim sögum. Ég tel það lofsvert að nota efni Millers enda er hann hrotti frá A til Ö og heldur aldrei aftur af sér né er hann ekki Politically Correct eins og margir aðrir kollegar hans.

Aðeins um leikaravalið. Ben Affleck er fullkominn sem Matt Murdock og hann nýtur sín augljóslega í hlutverkinu. Jennifer Garner sem leikur Elektra er líka fín í sínu hlutverki þó að mér hafi fundist hún gera lítið fyrir hlutverkið fyrir utan að vera kynþokkafyllri en andskotinn. Það voru þó nokkur atriði sem maður fékk bara harðan við að sjá hana.. uhumm ekki meira um það annars. Margir létu heyra óánægju sína yfir Michael Clarke Duncan þar sem hinn upprunalegi Kingpin var hvítur og breiðari en þessi risi. Aftur á móti verð ég að segja að MCD hafi verið eitt besta valið í allri myndinni, hann er svo óendanlega mikill töffari í hlutverki sínu og maður getur ekki annað en orðið hræddur um líf sitt þegar hann talar.
Colin Farrell sem Bullseye er líka mjög góður í sínu hlutverki þó að mér hafi fundist hann frekar ýktur á pörtum. Annars á hann eflaust margar af bestu línunum í myndinni(fyrir utan nokkrar verulega klisjukenndar) og sér maður að hann skemmtir sér konunlega í þessu hlutverki.

Söguþráðurinn var fínn þótt að vissir punktar voru einhvern veginn vægari en þeir voru nokkurn tíman í blöðum Frank Millers. Einnig þjáist hún í byrjun af því sem kallast “Of lýsing” td. þegar Ben Affleck segir hvernig kraftar hans virka þó að maður hafi séð það fyrir. Gullna reglan er að sýna ekki segja frá og fyrir þá sem hafa lesið skáldsöguna Dune ættu að vita hvað ég meina. Gott dæmi er líka upprunalegu Star Wars myndirnar. Þar er “kraftinum” haldið sem dularfullri orku og eina sem við vitum er að þessi kraftur er hjá öllum og umlykur allt. Einnig fáum við ekki heilan Technical Manual um hvernig Lightsaber virkar.

Tónlistin er að mínu mati hvað það versta við myndina. Þessi mynd þjáist að mörgu leyti því sama og Spiderman. Hér og þar er troðið inn einhverjum MTV-Generation popp/rokk lögum og vegna þess mun þessi mynd eflaust eldast illa þökk sé því. Eina myndin til þessa sem hefur haldið sér frá þessari MTV tónlistarstefnu er Batman og ef ég man rétt, X-Men líka.

Myndin var sýnd um þessa helgi í USA og henni gengur vægast sagt vel og skilst mér að hún hafi grætt um 48 milljónir dollara og ef hún gengur vel áfram þá munum við án efa sjá framhald.

Teiknimyndaöldin er að ganga í garð og má með sanni segja að teiknimyndaunnendur hafi nóg fyrir stafni þar sem X-Men 2, The League of Extraordinary Gentlemen og Hulk er á leiðinni ásamt framhöldum af eldri myndum. Við skulum bara vona hið besta að engin af þessum myndum gangi illa eða verði verulega lélegar því að mínu mati er ekkert skemmtilegra en að sjá uppáhalds myndasöguna mína á hvíta tjaldinu.
[------------------------------------]