Á deginum sem ég fór að skrifa greinina hér(soldið langt síðan samt :Þ), þá hafi ég verið að sofa allan dag eftir að hafa verið í Smell til að leecha og lana… vaknaði ég við síma kl 7, guði sé lof að það hafi hringt. Get ég ekki sofnað um nóttina og hugsaði mér um kl 4, grein? Svo þá byrjaði ég bara á grein… Segið mig klikkaða bara… jafnvel steyk eins og vinir mínir myndu kalla mig.

Ekki það að ég sé góð að segja frá myndasögum, en tók ég mig til að skrifa aðeins um Route 666… en efa að margir viti mikið hvað það er um… og hvers vegna ég sé að skrifa eitthvað sem kemur ekki einu sinni á hilluna í Nexus.

Stuttu máli er að sagan er um stelpu sem uppgötvar hæfileikana sína, til að sjá geta séð þá dauðu, eftir að vinkona hennar hafi dáið í slysi og birstist allt í einu í herbergi hennar og eftir henni koma tveir draugar sem veiða hana uppi, en taka eftir að þegar þeir ná hinum dána að sú sem hún fór til getur séð þá.
Eftir þeir fóru burt eftir að stelpan hafi “sigrað” þá, fóru fólk að halda stelpuna geðveika vegna frásagna hennar og var send til geðveikraheimilis, en á endanum tók hún eftir að þeir sem unnu þar voru að reyna að fá hana til síns heima, eða “Route 666”, slapp hún en varð kærð fyrir morð á þrem mönnum(Eða segja þá vampíru, varúlfi og manni sem vampíran drap). Og nú er hún í flótta frá ríkinu og skrímslunum sem reyna að ná henni.

Sagan er ólík öðrum CrossGen sögum, því heimurinn er nokkuð venjuleg en aðrar í CrossGen og hún gengur ekki með CrossGen merkið sem hafa verið áberandi í sögunum.

Mínu mati finnst mér sagan í Route 666 í lagi, en artið í sögunni skemmtileg. Engir rosalegir cliffhangers en spenna þrengist ört. Þegar ég byrjaði að lesa fyrsta blaðið, þá var ég ekki alveg hrifin og var farin að halda að ég væri byrjuð að lesa sögu eins og þessar unglingamyndir sem hafa verið undafarið í sjónvarpinu, og leist mér ekkert á þetta þar til ég sá myndina af stelpunni alla brotna eftir slysið. Ef þér finnst gaman af skrítnum óvekjandi hlutum sem hægt er að skýra út, þá er þetta saga fyrir þig =)