Fyrir þá sem hafa gaman af Manga og/eða hafa fylgst eitthvað með Parasyte seríunni, þá er seinasta bókin loksins komin út. Serían hefur verið hin fínasta afþreying og auk þess hefur þetta concept “Parasyte” verið algjör snilld. Seinustu bækurnar fóru frekar hægt yfir söguna(samt ekki á spawn hraða, Wanda! WANDA!!! to be continued) og þar sem maður vissi að þetta yrði einungis 12 bóka sería þá var maður dálítið hræddur yfir að endirinn yrði eitthvað voðalega ódramatískur. Þótt að mér hafi fundist bækurnar dala aðeins í endann þá er þetta samt fín saga með smá boðskap í sér. Boðskapurinn sjálfur er auðvitað dálítið þreyttur í sjálfu sér, þótt mikilvægur sé. Það er alla vega ekki hægt að segja að þessi bók sé eina ritið á markaðinum sem hefur haft þennan boðskap.

Einnig er mjög gaman að sjá þróunina á mörgum karakterunum í gegnum seríuna er þeir breytast eins og flest annað fólk í svipuðum aðstæðum(kannski ekki alveg eins, nema þið hafið séð svona kvikindi?)

Teikningarnar eru mjög hreinar og einfaldar en ná samt að skila frá sér mjög góðu efni. Teikningarnar af sjálfum “Parasytunum” eru mjög flottar og aðallega þegar þeir breyta sér í ýmis eggvopn “T-1000” style.

Fyrir þá sem vilja gott Manga annað en margt á markaðinum þá mæli ég með þessari bók. Sagan er að mörgu leyti grípandi og karakterarnir eru mjög skemmtilegir, hver á sinn hátt. Svo er auðvitað Jim Henson studios með leyfið á þessu til að gera kvikmynd þannig að það er aldrei að vita hvort við sjáum Lefty og félaga á stóra skjánum.<br><br>
<a href="http://www.svanur.com“><img src=”http://www.simnet.is/hangar/svanursig.jpg"></a
[------------------------------------]