Tinna- bækurnar eru mínar uppáhaldsmyndasögur. Þær eru fyndnar spennandi, vel teiknaðar og með skemmtilegum persónum. Herge, höfundur Tinna var Belgi og samdi aðrar myndasögur eins og Palla og Togga og Alla, Siggu og Sambó. Þó ég reyni að komast að öllu í kringum Tinna þá getur það reynst erfitt. Sérstaklega vegna þess að bækurnar hafa ekki verið endurútgefnar á íslensku nema að hluta til. Já, hversu gamall er Tinni. Raunar var Herge sjálfur ekki viss og taldi að rétt væri að lesandinn sjálfur ætti að áhveða þetta. Önnur spurning. Síðasta bók Herge, hin ókláraða Tinni og leturlistin er okkur hulin ráðgáta? Herge hafði aðeins gert rissu út á blaðsíðu circa 40. Listamenn eins og Ramo Nash hafa reynt að finna endi við hæfi en hann gengur varla upp að mínum mati. Svo er gátan um hverjir eru ættingjar Tinna? Hvaða hundategund er Tobbi? Hversu gamall er Tobbi? Kannski eru þetta skrítnar spurningar. Ja, nema þú sért Tinna aðdáandi eins og ég, og kannski dálítið skrítinn líka.