Tékkið á www.myndasogur.is

Myndasögublaðið Neo blek (áður Hasarblaðið Blek) á sér langa forsögu. Það var árið 1996 að hópur áhugamanna um myndasögur kom saman fyrir tilstuðlan Björns Vilhjálmssonar í Hinu Húsinu og myndasögublaði ýtt úr vör með styrk frá íþrótta- og tómstundaráði. Það hefur komið út sleitulaust síðan og ýmsir málsmetandi höfundar þar stigið sín fyrstu spor. Síðustu árin hefur blaðið þó eingöngu haldið lífi vegna ósérhlífinnar seiglu og þrautseigju útgefenda þess Jean Posocco. Neo blek er vetfangur fyrir unga sem aldna sem vilja virkja sköpunarhæfileika sína og auðga þannig menningarflóru landsins. Stefnt er að því að blaðið komi út fjórum sinnum á ári í janúar, mai, september og desember. Höfundar sem síðar hafa unnið frekari afrek á þessu sviði en birtu frumraun sína í blaðinu eru m. a. Hugleikur Dagsson og Sigurður Ingi Jensson. Enn geta nýir og óuppgötvaðir snillingar tekið þátt og sent sögur sínar í blaðið þar sem það er öllum opið og einn megintilgangur þess er einmitt sá að styðja við upprennandi íslenska myndlistarmenn.

Heimasíðan er www.myndasogur.is