Þar sem það hefur verið lítið póstað hér þá ákvað ég að slá til og taka allt sem var í “dýr” tímabilinu og tala um það.

Sun - Vampirebunny

Lítið hægt að segja um þetta þar sem þeað eru lítið af línum þarna. Þetta lítur út eins og kanína og kemur vel út sem svo. Það sem ég hefði gert sjálfur er að gera augun illilegri, a la Spawn augu, svona til að gera hana illilegri.

Sun - Red Thing

Persónulega finnst mér þessi mynd betri en Kanínan, aðallega út af því að augun eru miklu illilegri, formið virkar vel og ekkert við því að segja. Það hefði verið skemmtilegra að fá aðeins meiri liti í hana og meiri breytingar milli skuggasvæðisins og venjulegs svæðis.

Holukall - Bjálfi

Ég verð því miður að segja að ég fatta ekki þetta verk. Lítið sem ég get sagt um það nema það að fleiri línur myndu hjálpa.

Alliat - Animals

Þetta er svolítið spes verk en samt mjög skemmtilegt. Minnir mig á verk Eschers. Persónulega mætti vera aðeins meiri skygging þar sem ég veit að Alliat er ekki slappur við að skyggja. Svo mætti vera fleiri mjúkar línur í þessu en það er rosalega persónubundið.

Benedikt - Kanína

Þetta er kanína sem nær talsvert betri illkvittnisskap fram en sú fyrri. Að vísu er þessi kanína talsvert mannlegri að auki. Mæli samt endilega með að prófa önnur sjónarhorn :)

ThomYorke - Dolf

Þessi köttur virkar talsvert betur á mig en Bjálfi. Skemmtilegra hefði verið að sjá aðeins meiri breytingar í búknum þar sem hann er frekar tómur miðað við höfðuð. Einnig hefði verið gott að setja einhverja ljósa liti þar sem ljós kastast frá og dekkri lit í skuggana til að ná aðeins þrívíddar formi.

Benedict - Draddon

Benedict má eiga það að línurnar hans eru oft mjög skýrar og hreinar, sem mér finnst talsverður plús, sérstaklega þegar það kemur að myndasögum. Ég hefði viljað sjá andlitið aðeins lengra og ég mæli eindregið með að kíkja á risaeðlur eins og Tyrannosaurus og velociraptor og kíkja á beinabygginguna í löppunum. Oftast er það þar þrískipt og gefur eðlum þetta eðlulega útlit. Ég hefði sleppt mynstrinu á skottinu þar sem þetta minnir dálítið á rottuhala þegar þetta sker sig svona frá búknum.

Ingapinka - Pardus

Maður getur alltaf treyst á Ingu til að senda inn mynd :) Að öllu leyti lítur þetta út fyrir að vera eins og pardus. Ég hefði bætt við smá “hatching” svona til að gefa tilfinningu að það sé feldur þarna. Höfuðið er kannski í smærra lagi en það sker sig ekki út.

Heildar yfirlit:
Flott framlag hjá öllum. Svolítið áhugavert hvað fólk gerir mikið af profile myndum :) en það er ekki slæmt í sjálfu sér, mæli samt með að prófa alls konar skot svona til að fá tilfinningu á þrívídd. Dálítið sem ég er að rembast sjálfur við :)

Ég vona að þetta komi einhverjum að notum.
<br><br>—————————
“A beginning is a very delicate time.”
<br>
<a href="http://www.svanur.com">www.svanur.com</a
[------------------------------------]