Ég átti sjálfur aldrei neinar myndasögur (fullt af bókum samt) en í sumarbústaðnum hjá afa mínum og ömmu var alltaf (og er enn) risastór taska með öllum þessum gömlu myndasögum eins og Sval og Val, Lukku-Láka, Tinna, Viggó viðutan, Ástríki og Steinríki ofl.
Sjálfur kynntist ég mest Tinna, Lukku Láka og Ástríki en Tinni var alltaf uppáhaldið og hef ég byrjað að safna bókunum sjálfur núna nýlega.