Hæ, ég er frekar nýr í öllu þessu með að posta myndir eftir mig á netinu og í raun og veru séð hef ég alldrei gert það.

Ég er þó nokkuð mikið að teikna og hef gífurlegan áhuga á því en veit bara ekki hvað ég á að gera til að byrja.

Fyrst og fremst veit ég að það þarf að hafa hæfileikana og síðan hugmyndaflugið en einhvernveginn fynst mér það ekki vera fullnægjandi að nota bara blýjannt og blað.

Ég hef verið að vellta því fyrir mér upp á síðkastið hvort að tölva og teikniforrit upp á að lita myndirnar eftir mínu höfði sé málið og hvað þá með að koma myndi hér inn á huga.

Ég er alveg ofboðslega nýr í öllu þessum pakka með að láta taka eftir verkum sínum en ég veit að ég hef þennan hæfileika en veit bara EKKERT hvert ég á að stefna með þá. Hvað ætti ég að gera?