Hvaða blöð eða seríur eru þið comic readers á huga að lesa? Hver er uppáhalds characterinn ykkar? Hvaða blöð eigið þið?


Ég sjálfur les mest Aliens versus Predator blöð og á þó nokkurt safn af AvP comics, novels og síðan auðvitað kvikmyndirnar.

Ég er líka búinn að ásetja mér það að kaupa allar Akira bækurnar sem Dark horse er að endurútgefa, því þetta er náttúrulega margverðlaunuð saga, og umdeild sem besta grafíska skáldsaga sem gerð hefur verið. (Er Akira 3 komin í Nexus??)

Og síðan les maður líka Andrés önd sem er bara snillingur… (Á allar syrpurnar!!(Nr. 10 er best!!))

Uppáhalds characterinn minn er í rauninni alls ekki character, því að uppáhaldið mitt er í rauninni bara allt Predator kind. Þeir eru bara svo cool, svona honorable hunters with barbaric attitude yet they are technologicly advanced…

Ég á heila gommu af AvP comics og líka bara Aliens eða bara Predator comics, Ég á líka Akira 1 & 2, Ég á allar syrpurnar sem gefnar hafa verið út á íslensku, Slatta af gömlum superman blöðum og ennþá stærri slatta af gömlum Andrés blöðum, síðan á ég líka eitt og eitt Tarzan, Batman eða Tomma og Jenna blöð í þessari hrúgu…

En nóg um mig hvað er uppáhaldið ykkar?

- Kiddó

(Lestur er hollur)