Ég skellti mér á þessa myndasögu eftir að hafa lesið e-h um hana í Mogganum. Hún er bara mjög góð og ég mæli eindregið með henni. Myndirnar minna mig helst á verk Dave mcCean íArkam Asylum myndasögunni, og er Ben Templesmith að standa sig mjög vel. Penninn er Steve Niles, sem hefur víst skrifað e-h hrollvekjusögur við góðar undirtektir, og þessi bók er mjög vel skrifuð. Hún er mjög vel hönnuð, er einar 100bls. og frekar spooky lesning. Hún fjallar um smábæ í Alaska sem er yfirtekinn af vampýrum sem ákveða að skemmta sér dálítið á meðan sólmyrkvi stendur yfir í bænum. Því á milli nóvember 17 og desember 20 er algjört myrkur, og vampýrurnar fýla það. Það er víst verið að vinna að handritinu fyrir bíómyndina, gæti verið spennandi. Ég vil helst ekki segja neitt meira um bókina, annað en að hún er mjög góð og ég mæli sterklega með henni.