Smá plögg!

Í sumar lagði ég í útgáfu á Sjonnasögum sem birts höfðu í tímaritinu Bleiku&Bláu frá 1999 til loka 2001 samtals 48 blaðsíður af pjúra Sjonna.
Blessuð dreifing blaðsins fór vægast sagt mjööög illa af stað og klikkaði svo endanlega á því að efni blaðsins fór eitthvað fyrir brjóstið á dreifingaraðilum (nefni engin nöfn ;-) sem neituðu að dreifa blaðinu, bömmer það!

Ég vil þó bæta því við að www.zzz.is sá um dreifingu í 10/11 búðirnar og stóðu þeir sig vel.

Því fór svo að engin dreifing átti sér stað á blaðinu út fyrir 10/11 verslanirnar + þær verslanir sem ég persónulega fór með blöð í.

…og til að gera langa sögu ekki mikið lengri - þá býðst áhugasömum að versla blaðið á netinu á www.heimursjonna.com
Verð blaðsins er það sama og út úr búð og sendingarkostnaður er innifalinn.

Hér er því kjörið tækifæri fyrir þá sem búa úti á landi og þá sem misstu af Sjonna að næla sér í eintak af guttanum – blaðið kemur í pósti í hægðabrúnu umslagi, auðvitað! ;-)

Það þarf svo auðvitað ekki að taka það fram að blaðið selst aðeins þeim sem eru 18 á árinu eða eldri.

Allar nánari upplýsingar eru að finna á www.heimursjonna.com

Ef þið vitið um einhvern Sjonna-Fan þarna úti þá látið hann/hana endilega vita um síðuna.

Kær kveðja til allra Hugara,
Ingi teiknari.
www.cafepress.com/sjonni - fyrir þá sem eru harðir Sjonnaáhugamenn.
<br><br>Kveðja,<a href="http://www.ingi.net“>Ingi</a>
————-
<i>BF1942</i>: <b>T-Tank</b>
—————–<b><i><font color=”#FF0000“>
Tékkaðu á<a href=”http://www.hugi.is/myndasogur“> myndasögu</a>áhugamálinu!</font></i></b>
<font color=”#FF0000“>mæ<a href=”http://www.ingi.net">hómep@ge</a>-jesssör</font
www.facebook.com/teikningi