Í tilefini þess að Dardevil sé nú á leiðinni til hvíta tjaldsins datt mér í hug að skrifa hér sögu hans:
Daredevil birtist fyrst fyrir augum manna í apríl 1964 og var eftir einn merkasta myndasöguhöfundinn Stan Lee.Hann var einskonar Marvel útgáfa á Batman aðallega vegna þess hve mannlegur hann er og hittir það beint í mark vegna þess að hann er blindur. Hann var nokkuð frábrugðinn því sem Marvel aðdáendur áttu að venjast vegna þess að hann hafði ekki neina sérstæða krafta heldur eitthvað svipað því sem flestir blindir menn hafa fyrir utan það að hann hefur “lífrænan radar” eins og Birgir örn Steinarson orðaði það óvart. Það er líka líkt með Batman og Daredevil að sögur þeirra eru mun myrkari en venjulegar ofurhetjusögur og Frank Miller sem gjörbreytti Batman í dark knight returns og gerbreytti Daredevil líka í sögunum sínum um hann. Eins og flestar ofurhetjur hefur Daredevil þróast mikið og í byrjun var hanní gulum og rauðum samfesting (LOL). En Daredevil sem við könunst við er raunar byggður á gamalli samnefndri hetju sem birtist í myndasögum á árunum 1943-47 Þar sem hann barðist við nasista og önnur þuss lags illmenni sú persóna gæti hafa haft áhrif á Daredevil í dag en sá gamli var einnig frekar mannlegur og ekki eins og súperfólk er flest þó sá nýji sé mun sniðugri.
núna bráðlega kemur út Daredevil kvikmynd og ég bíð afar spenntur. Myndin mun byggja(af því er ég hef heyrt) á sögunum sem Frank Miller skrifaði og munu innihalda (eins og flestum er kunnugt) Kingpin sem leikin verður af Michael Clarke Duncan og Elektru sem ég veit ekki alveg hver verður leikin af.
ég vona að myndin verði sniðug og Daredevil haldi áfram að breyta hinu og þessu í myndasöguheiminum.

Mc3