Kæru hugarar, velkomnir. ég hef tekið eftir því að lítið er skrifað um stuttar myndasögur einsog við sjáum í Mogganum. Ein af mörgum er saga um Calvin, sex ára dreng og tuskutígrann hans Hobbes. Hann er mjög gáfaður og hugmyndaríkur hann Hobbes. Í skólanum breytast kennarar í geimskrímsli sem hyggjast éta hann. Sömu sögu er að segja um foreldra hans sem hann telur hreina og beina níðinga, sem aldrei gera neitt fyrir hann. Það er nú samt ekki rétt. Calvin og Hobbes ræða um hina ýmsustu þætti lífsis á leiðinni niður fjallið á sleða, rífast einsog tveir einræðisherrar í tréhúsi svo eitthvað sé nefnt. Þessar sögur eru mjög litríkar, fullar af húmor og kaldhæðni, og minna okkur á krakkann í okkur sem vill eiginlega bara vera krakki, borðandi morgunkorn yfir morgunsjónvarpinu.

Samþykktu nú þetta hr.vefstjóri, prittí plís maður.